Jón Atli á Útvarp Sögu í dag.

 

Jón Atli Jónasson leikritaskáld verður gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa klukkan 15 í dag.

Jón Atli Jónasson er fæddur í Reykjavík árið 1972. Hann hefur meðal annars samið leikritin 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið, Brim fyrir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið. Mindcamp og Democrazy ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Síðustu verkefni Jóns Atla fyrir Borgarleikhúsið eru Þú ert hér sem hann gerði ásamt Mindgroup og Djúpið, rómaður einleikur sem hann skrifaði og leikstýrði á Lita sviðinu.

Útvarp Saga er á FM 94,4 og www.utvarpsaga.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband