Rúnar Þór og Gylfi Ægis á Útvarpi Sögu.

Gestir mínir, í þættinum fegurð og heilsa í dag  eru Rúnar Þór og Gylfi Ægis. Þeir hafa verið að slá í gegn  með Megas,  þessa dagana.  Þeir eiga það sameiginlegt að hafa sigrast á áfengisbölinu og eru búnir að vera edrú á annan tug ára. Þeir haf glatt Íslendinga með skemmtilegum lögum sem þeir hafa samið og eru afkasta miklir tónlistamenn. Það verður fróðlegt að ræða við þá um  tónlistina, lífið og tilveruna.  Þá verður Valdimar Tómasson með ljóðahornið að venju.

Þátturinn Fegurð og heilsa miðvikudaginn  26 jan klukkan 15 á Útvarpi Sögu  Fm 99,4 og www.utvarpsaga.is.

 


Vændi á Íslandi?

Gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa í dag á Útvarpi Sögu, klukkan 15 verður  Jakob Bjarnar Gretarsson rithöfundur, blaðamaður og bókmenntafræðingur.  Jakob hefur komið víða við eins og sjá má á http://www.elv.is/jakob/starfsreynsla.html  Fyrir  s.l jól kom út bók eftir hann og Þórarinn Þórarinsson sem hét Hið dökka man og fjallaði um vændi á Íslandi. Í þættinum verður Jakob Bjarnar spurður út í heimilda vinnu þeirra höfunda. Þá verður einnig spiluð lög af plötum Kátra pilta úr Hafnfirðinga. Fróðlegur og fyrst og fremst skemmtilegur viðmælandi  á www.utvarpsaga.is  og Fm 94,4 í dag miðvikudaginn 19 janúar. Ath, það er fullt tungl.


Jón Atli á Útvarp Sögu í dag.

 

Jón Atli Jónasson leikritaskáld verður gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa klukkan 15 í dag.

Jón Atli Jónasson er fæddur í Reykjavík árið 1972. Hann hefur meðal annars samið leikritin 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið, Brim fyrir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið. Mindcamp og Democrazy ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Síðustu verkefni Jóns Atla fyrir Borgarleikhúsið eru Þú ert hér sem hann gerði ásamt Mindgroup og Djúpið, rómaður einleikur sem hann skrifaði og leikstýrði á Lita sviðinu.

Útvarp Saga er á FM 94,4 og www.utvarpsaga.is


Varðskipið Óðinn

 Gestur þáttarins Fegurð og heilsa í dag kl. 15 á Útvarpi Sögu FM 99,4 verður Helgi M Sigurðsson sagnfræðingur en hann hefur ritað sögu Varðskipsins Óðins. Þá verður ljóðahorn Valdimars Tómarssonar á sínum stað. Hægt er að hlusta á www.utvarpsaga.is.

Saga Varð- og Björgunarskipsins Óðins var samtvinnuð örlagaþáttum í sögu íslenskar þjóðar. Óðinn kom til landsins í ársbyrjun 1960 og þjónaði landsmönnum í hartnær hálfa öld við góðan orðstír. Skipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á liðinni öld, klippti þá á togvíra þrjátíu erlendra togara og lenti tíu sinnum í árekstrum við breskar freigátur, dráttarbáta og togara. Skipið reyndist sérlega vel sem björgunarskip og dró nærri 200 skip og báta til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa. Óðinn sinnti almennu veiðieftirliti alla tíð og beindist það bæði að íslenskum skipum og erlendum skipum. Einnig var Óðinn oft kallaður til þegar ófærð var í landi og erfiðleikar við fólks- og vöruflutninga, ekki síst í afskekktustu byggðum landsins og þegar slys og veikindi bar að höndum.

Í bókinni, sem byggð er upp af greinum og viðtölum, er farið yfir sögu skipsins og fjölbreytt hlutverk þess tíundað. Fyrir rúmum tveimur árum lagðist Óðinn að bryggju við Víkina - Sjóminjasafnið í Reykjavík eftir að ákveðið var að varðveita skipið og nýta það til að fræða almenning, skólabörn og erlenda gesti um sögu Landhelgisgæslunnar og þorskastríðanna.

Einnig gefur safnið út 25 mín. kvikmynd um sögu Óðins sem byggð er á bókinni.


Eyvindur P Eiríksson á Útvarpi Sögu.

Þátturinn Fegurð og heilsa klukkan 15 í dag á Útvarpi Sögu og www.utvarpsaga.is

Gestur minn í dag verður  Eyvindur P Eiríksson skáld og fræðimaður. Eyvindur Pétur Eiríksson fæddist 13. desember 1935 í Hnífsdal, N-Ísafirði. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1955 tók við B.A. nám í dönsku og ensku við Háskóla Íslands sem hann lauk 1964. Hann settist aftur á skólabekk rúmum tíu árum síðar og lauk Cand. mag. prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1977. Eyvindur hefur í gegnum tíðina fengist við kennslu á flestum skólastigum, hefur kennt við Gagnfræðakólann á Ísafirði, Ármúlaskóla, Menntaskólann í Kópavogi, Tækniskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands.

Það verður gaman að hlusta á þennan fróða mann sem hefur frá mörgu að segja.

www.Matarkarfan.is  fyrst í þættinum munum við samt fræðast um frum þörf mannsins. Svavar Guðmundsson mun koma og fræða okkur um það hvernig hægt er að kaupa ódýrt inn í matinn. Matar innkaupin er stór  þáttur í lífi fólks og besta kjarabótin er ódýrara vöruverð.

 

 

 


Elín Arnar ritstjóri Vikunnar á Útvarpi Sögu í dag.

Þátturinn Fegurð og heilsa verður klukkan 15 í dag og Elín Arna ritstjóri Vikunnar kemur í viðtal. Er Vikan bara kvennablað eða höfðar hún til karlmanna líka? Þá hefur Vikan birt nokkrar greinar um vændi á Íslandi og verður fróðlegt að vita hvað Elín Arna hefur um það að segja. Útvarp Saga er á FM 99,4 og á www.utvarpsaga.is  Valdimar Tómasson ljóðskáld og fræðimaur verður einnig á sínum stað


Þórunn Kristín Snorradóttir snyrtifræðingur

Gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu Fm 99,4 klukkan 15  verðu snyrtifræðingurinn Þórunn Kristín. Hún er ung eg efnilegur snyrtifræðingur sem hefur lagt metnað sinn að læra fag sitt vel enda snyrtifræðin eitt af bestu iðnámum á Íslandi.Þórunn er snyrtifræðingur frá Snyrtiskólanum í Kópavogi 2006, tók sveinspróf 2008 og tók meistaraskólann 200. Tattoo fræðingur frá Nouveau Contour Bretlandi 2008 Nailogic naglafræðingur síðan 2005 með kennararéttindi síðan 2008 Hefur tekið námskeið sem viðkemur greininni s.s háreyðingu, Gernetic húðvörum, Fresh Minerals, Lycon vaxmeðferðir og augnháralengingu.Þórunn er eigandi Snyrtistofunnar Mizú í Borgartúni  þar sem boðið er upp á fjölþætta þjónustu í fallegu umhverfi. Það verður gaman að heyra frá þessum unga snyrtifræðingi og atvinnurekanda. Hvernig er staðan í snyrtigeiranum í dag?Þá verður Valdimar Tómasson á sínum stað með ljóðahornið sem hefur náð gífurlegum vinsældum í þættinum.Hægt er að hlusta á þáttinn á www.utvarpsaga.is  

SÁÁ Þórarinn Tyrfingsson

Gestur minn á Útvarpi Sögu FM 99,4  í dag verður Þórarinn Tyrfingsson í tilefni af Stórfundinum í Háskólabíó Miðvikudaginn 6 okt!  Ég mun ræða við Þórarinn um ástandið í áfengismálum landsmanna og hvernig niðurskurðurinn kemur við samtökin Allir sem hafa áhuga á að styðja samtökin eru hvattir til að mæta í Háskólabíó. Haldnar verða innblásnar ræður og flutt tónlist og gamanmál í hæsta gæðaflokki.

Þá mun ég ræða við Lilju Steingrímsdóttir um Hjálparstofnun sem heitir The art of living sem hefur að megin markmiði mannrækt og kennir fólki að anda. Öndunin minnkar angist og kvíða. Eykur starfsorku með streitulosun.

Þátturinn Fegurð og heilsa er alltaf á Útvarpi Sögu á miðvikur og fimmtudögum milli 15 og 16

Hægt er að hlusta á heimasíðunni  www.utvarpsaga.is


Karlar í kvennastörfum

Í þættinum hjá mér í dag verða hárgreiðslumeistarar karlmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa allan sinn starfsaldur unnið við hefðbundin kvennastörf. Hvernig er það að vera gagnkynhneigður  og kenndur við starf sem oft er talið bara fyrir homma og konur. Guðjón Þór Guðjónsson, Jón Halldór Guðmundsson og vöðvatröllið Sigurkarl Aðalsteinsson  svar því. Þeir eru þekktir fyrir mikið keppnisskap og hafa í gegnum árin tekið þá í hérgreiðslukeppnum bæði hér á landi og erlendis.

Skemmtilegir viðmælendur á Útvarpi Sögu  í þættinum Fegurð og heilsa kl. 15 í dag

Útvarp Saga FM99,4 og www.utvarpsaga.is


Sirrý spá á Útvarpi Sögu í dag.


Sirrý spá verður gestur minn í dag. Spádómar verða umtalsefni en hún ætlar fyrst og fremst að segja hlustendum frá því hvernig hún viðheldur sínu svart fallega síða hári sem er einkenni hennar og gefur henni útlit nornarinnar góðu..

Naturtint, náttúrulitur. Hvers vegna er Naturtint leiðandi í náttúrulegum háralit. ? Svörin við því fáum við í þætti mínum Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu  FM 99,4 og www.utvarpsaga.is klukkan 15 til 16 í dag miðvikudaginn 8 september.

 

Þá kemur einnig í þáttinn Ásta Sýrusdóttir frá Akureyri en hún er með Purity Herbs og segir okkur frá nýjungum sem eru að koma frá þeim.

Allir litir frá Naturtint hylja grátt hár. Það er engin þörf á að blanda saman mismunandi litum til að ná að hylja gráu hárinn. Naturtint er algjörlega án ammoníaks. Sumir framleiðendur segjast hafa lit sem er án ammoníaks en er með löglegt hlutfall  ammoníaks. Naturtint hefur af hlutlausum rannsóknarstofum verið greint 100% án ammóníaks..

Naturtint inniheldur ekki  Resorcinal  sem er hart efni sem getur auðvaldlega valdið ofnæmi. Efnið er notað við framleiðslu á hjólbörðum, lími  og annar staðar þar sem þarf að vernda endingu litar.  Efni þetta  er ódýrt og virkt efni í mörgum háralitum.

Naturtint notar í staðinn tvö dýrari efni sem gera sama gagn og erta ekki. Naturtint  notar náttúruleg efni sem byggja upp og vernda hárið meðan á litun stendur. Efnin fara beint inn í hárið og byggja á litarfrumunni sem þar fyrir. Aðrir litir brenna burt litarfrumuna og byggja upp nýja. Þessi tækni sem þeir nota skemmir   hluta af hárinu. Munið að hárið er í reynd dautt og litarfruman endurnýjar sig ekki eins og flestar frumur líkamanns.




 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband