Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.

Þátturinn Fegurð og heilsa með Guðný í Heilsubúðinni Reykjavíkurvegi 62, verður kl. 15 í dag á Útvarpi Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is Gestur þáttarins í dag er Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla. Þórir er sjúklingur frá 7. júlí 2004 og gekk til liðs við félagið í febrúar 2005.  Var skipaður af stjórn Heilaheilla það sama ár til að sjá um almannatengsl félagsins og uppsetningu og ritsjórn heimasíðunnar. Hefur setið öll landssambandsþing Sjálfsbjargar frá þeim tíma, þar sem félagið er eitt aðildarfélaganna.  Þá hefur hann einnig, sem fulltrúi Heilaheilla, verið á kynningarstarfsemi, s.s. hjá Endurmenntunardeild Háksóla Íslands, með öðrum sjúklingafélögum um langtíma veikindi o.s.frv. Þá hefur hann setið fundi með forsvarsmönnum Samstarfshóps taugasjúklinga, [Samtaug], sem er aðili í tengslum við LSH um samstarf.  Þá hefur Þórir setið í stjórn Hollvina Grensásdeildar [varaformaður] á árunum 2007-2011.  Þá er hann einnig fulltrúi Heilahella í SAFE [Stroke Assamble For EUROPE].  Þá hefur Þórir stuðlað að aukinni samvinnu við Hjartaheill og má búast við að félagið nánara samstarf við önnur sjúklingfélög og stofnanair. Þá hefur HEILAHEILL aukið starf sitt út á landi, sem er eitt af markmiðum féagsins.  


Ungafólkið og vímuefni.


Gestir mínir í dag verða Hörður Oddfríðarson dagsskrárstjóri og Ása Margrét Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá SÁÁ. Við ætlum að ræða um æskuna og vímuefni og þau úrræði sem eru fyrir hendi handa þeim sem eru í vanda. Er ástandið betra eða verra en oft áður? Hve glöð er vor æska ? Allt um þetta á Útvarpi Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is kl. 15-16 í dag. Þá verðu Valdimar Tómasson á sínum stað eftir sauðburð og við fáum falleg ljóð og umsagnir um frönsk fljóð.

Anna Rósa grasalæknir á Útvarpi Sögu

Gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu í dag, verður Anna Rósa grasalæknir. Anna Rósa lærði grasalækningar í Bretlandi í fjögur ár og er félagi í Breska grasalækningafélaginu: The National Institute of Medical Herbalist en það er elsta félag grasalækna í heimi, stofnað árið 1894 en til að fá inngöngu í það þarf að hafa B.Sc gráðu eða sambærilega menntun. Hún lauk námi fyrir 18 árum og starfaði í mörg ár við ráðgjöf á eigin stofu en síðan tók hún sér hlé eftir að hafa lokið  B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2004. Anna Rósa grasalæknir hefur um árabil búið til sínar eigin tinktúrur úr íslenskum og erlendum lækningajurtum. Tinktúrurnar hefur hún sérblandað í handa hverjum og einum.  Á þeirri reynslu byggir Anna Rósa uppskriftirnar af tinktúrunum sem eru að langmestu leyti úr ferskum íslenskum lækningajurtum. Þær eru handtíndar á svæðum fjarri umferð og tilbúnum áburði. Erlendu lækningajurtirnar, eins og engifer og sólhattur sem vaxa ekki á Íslandi eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Það verður fróðlegt að ræða við hana um lækningamátt íslenskra jurta og framtíð graslækninga. Útvarp Saga FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  kl. 15 í dag.


Eldur á Möðruvöllum

Gestur minn í dag á Útvarpi Sögu er Torfi K Stefánsson Hjaltalín en hann ritaði sögu Möðruvalla í Hörgárdal frá öndverðu  til okkar tíma. Höfuðból-kirkjustaður-klaustur-sýslumannssetur-amtmannssetur-skóli-prestssetur. Frábær bók um sögu þessa forn fræga seturs. Torfi var í ein ellefu ár að skrifa þetta rit sem er í tveimur bindum. Þetta er þrekvirki með ýtarlegri heimildaskrá og mjög skemmtileg lesning.  Það verður gaman að heyra í höfundi sjálfum í dag og fræðast nánar um þetta verk. Þátturinn er á dagskrá kl 15 á ‚ www.utvarpisaga.is  og FM 99,4 Þá verður skáldið og fræðimaðurinn Valdimar Tómasson á sínum stað.


MSM bannað og gert upptækt í tolli.

Í gær var MSM tekið af mér í tolli og því eytt. Fæðubótaefni til einkanota. Hvað er svona hættulegt við MSM?

MSM vinnur kraftaverk. 

MSM er eitt mest selda fæðibótaefni í heiminum í dag en fæst ekki  leyft á Íslandi. Hægt er að kaupa það á netinu án erfileika því það er viðurkennt í öllum löndum í hringum okkur og talið gera kraftaverk. Það er talið ólíklegt að það finnist margar manneskjur í dag sem ekki eiga við skort á brennisteini að stríða. Mataræði og lífsstíll hefur gert það að verkum að nútíma maðurinn þjáist oft illilega af skorti á brennisteini. Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um þetta og er helst að nefna The miracle of MSM the natural solution for pain. The power of MSM  og Your Body´s repair kit MSM. Allir þessar bækur sýna fram á sannanir um hvernig MSM byggir upp líkamann.

Við getum alltaf treyst á þá gömlu góðu  Móður náttúru þegar eitthvað bjátar á í lífinu. Hún hefur gert það kleift að við getum fengið steinefni sem eru okkur nauðsynleg í gegnum jurtir. Jurtir þurfa á steinefnum að halda til að vaxa og vinna þær úr jarðveginum. Þar á meðal brennistein. Eftir að jurtir eru búnar að vinna steinefnin og breyta þeim svo þau bindist kolefni þá getur mannslíkaminn auðveldlega upptekið þau í formi grænmetis, ávaxta og annara planta sem við borðum ásamt kjöti og mjólk.

MSM er þekkt fyrir að vinna gegn slitgigt (Osteoarthritis (OA) og öðrum verkjum í  liðamótum vegna þess hvað það hefur hátt hlutfall af brennisteini sem er eitt af aðal uppbyggingarefni liðamóta.

Hvað veldur verkjum í liðamótum? Slitgigt (OA) og líkamlegt álag leiðir til verkja og bólgu í liðamótum. MSM hefur sýnt fram á að það dregur veruleg úr verkjum hjá þeim sem eru með slitgigt. Þá hefur það komið fram í tilraunum á dýrum að það dregur úr bólgum.

Slitgigt (OA) er nær því alheimsvandamál hvað varðar öldrun hjá hryggdýrum. Yfir 40 milljónir Ameríkanna þjást af  hrörnunar í liðamótum þar af eru 80% þeirra yfir fimmtugt.  Á sjöunda áratugnum var slitgigt nánast alþjóðleg, með hæðst sýkingartölu allra sjúkdóma.

Liðamót sýkt af slitgigt verða að þola ójafna þyngd, sem veldur vandamálum við að standa undir þyngd mannsins. Brjóskið (búið til úr frumum sem kallast chondrocytes) byrjar að byggja upp vörn gegn ójöfnun sem myndar úfinn og  afmyndað yfirborð liðar. Liðurinn upptendrast  og hættir að virka mjúkur, en í staðinn hnoðast gróp og kúla ójöfnum núningi með útvexti brjósks og beins sem kallast osteophytes.( bein spori) Þessi breyting veldur ertingu, örvar brjósk framleiðslu og bólgu. Við þetta fer í gang hringrás hrörnunar. Vísindin hafa átt erfitt með að finna lækningu á þessu sjúkdómi aðra en að draga úr einkennum 

Íþróttameiðsl,  tennis olnbogi, og sinabólga sem hafa bólguáhrif í hringum mjúkavöðva við liðamót. Bólgur þessar geta orðið krónískar vegna álags og ónógrar eftir slökunar, sem veldur sömu einkennum og slitgigt, særindum, stífleika og staðbundnum verkjum.

Gildi brennisteins gegn verkjum í liðamótum.

MSM  er talið skila brennisteini til líkamans á nothæfan hátt. Brennisteinn viðheldur uppbyggingu vefja og krossbanda í gegnum brennisteins tví yldi. Brennisteinn eykur styrkleika liðamóta. MSM inniheldur mikið magn af brennisteini eða um 34 % . Talið er að það sé þörf á að rannsaka meira hvernig mannslíkaminn upptekur brennistein frá MSM, en rannsóknir á músum og hestum hafa sýna fram á að brennisteinn úr MSM kemst örugglega í prótein og liðamótavefi. Mælt er með inntöku á um 1500 til 6000 mg á dag. Þetta er byggt á rannsóknum sem hafa verið gerðar gegn slitgigt í hné. Sumir telja sig verða vara við bót eftir eina viku en eðlilegt er að það taka minnst 3-4 vikur að hafa áhrif. Hægt er að taka MSM á þrjá vegu með inntökum, áburði og sprautum. Ekki er ráðlagt að sprauta nema það sé læknismenntað fólk sem gerir það.

MSM— ákjósanlegur stuðningur við árangur í íþróttum og bata eftir íþróttameiðsl. MSM er náttúrulegt bætiefni sem gefur líkamanum lífsnauðsynlegan brennstein og  metýl sem þarf til viðhalds og uppbyggingar. MSM er lofað af atvinnumönnum jafnt sem leikmönnum í íþróttum sem næringarefni sem eykur árangur og bætir skaða á vefjum og liðamótum. Það er skaðlaust til inntöku langtímum saman án sýnilegra eitrunar. Útkoman er sú að íþróttamenn hafa fengið bættan árangur og verkjalausan bata án þessa að óttast aukaverkanir.

Brennisteinn: lykillinn að heilbrygðum stoðvefjum (bindivef)

Íþróttaiðkun getur byggt upp styrk, þrek  og líkamshreysti. En eykur einnig hættu á minniháttar meiðslum og veldur miklu álagi á liði, sinar, liðband og stoðvefi. MSM getur ekki aðeins lagað heldur einnig verið forvörn til styrkingar og minnkað þannig líkur á meiðslum.

 

Metýl : Kyndir undir efnaskipti

Efnaskipta framleiðsla líkamans frá framleiðslu á orku til samruna hormóna er undir metýl flokkum kominn. Metýl flokkar innihalda eitt kolefnis- og þrjú vetnis atóm (CH3) Þau flytjast á milli mismunandi lífsameinda í einskonar stjórnunar útbreiðslu. Næringarefni sem taka til sín metýl flokka ( það er folic acid, vitamin B12, trimethylglycine,( Betaine, TMG, glycine) S-adenosylmethionine, MSM) eru talin hafa mikil áhrif á heilsu og langlífi.

MSM fyrir íþróttameiðsl

Á hverju ári eru þúsundir íþrótta manna sem þjást af meiðslum eða liðamóta hrörnun. Flest þessara meiðsla hafa einkenni eins og verki, roða, hita og bólgu, sem eru hin fjögur einkenni þrota (inflammation). Algengasta meðferðin er einföld, eins og hvíld, kæling, vafningar og upphækkun. Fyrir bráða meiðsli þá er MSM mjög góður kostur til að flýta fyrir hjöðnun þrota og verkja ásamt því að tryggja varanlegan bata. Þegar skemmdir verða á mjúkum vefjum í líkamanum, þá er líkaminn vanur að lækna sig sjálfur af því. Brennistein í líkamanum gegnir þar lykil hlutverki að stuðningsvefir  haldi og endurnýja sig. MSM er ríkt af lífrænum brennsteini til viðhalds fyrir líkamann.

 

The official website of the

MSM - Medical Information Foundation

A non-profit organisation located in the Hague, Netherlands

www.msm-info.nl

 

·         Hversu öruggt er  MSM?

·         MSM er taklið vera eitt af minnst eitraða efnið  líffræðilega eða mjög líkt vatni.

·         Þegar það var gefið sjálfboðaliðum, kom ekki fram nein eiturefna áhrif þrátt fyrir inntöku á 1 grammi á hvert kíló miðað við líkamsþyngd á hverjum degi í 30 daga

·         0,5 grm á kíló af líkamsþyngd af MSM var sprautað í æð 5 dag vikunnar sýndi engin mælanleg eitrunareinkenni hjá fólki.

·         Bannvænn skammtur af MSM ú músum er 20 grm á kíló Engin rannsókn hefur sýnt ofnæmisviðbrögð við inntöku á MSM.

·         Óbirt skýrsla frá Oregon Health Sciences University sýnir að yfir 6 mánaðar tímabil neyslu á MSM var ekki um nein eiturefna áhrif að ræða  hjá um 12000 einstaklingum sem tóku 2 grm af MSM á dag.

·           

·         Einkenni eitrunar.

·         Flest allir fá enginn einkenni eitrunar af MSM inntöku.

·         Einstaka geta fengið væg einkenni eins og niðurgang, útbrot, höfuðverk og þreytu einkenni. Eftir viku inntöku þá hverfa þessi einkenni. Um innan við 20% finna til vanlíðan en oftast er það vegna hreinsunnar eiturefna úr líkamanum og er þá oftast nóg að auka skammtinn og flýta þannig fyrir losun eiturefna úr líkamanum. Við það hverfa einkennin.

 

 

 

 

 

 


Þorbjörn Ásgeirsson Nýalssinni.

Verður gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa kl 15-16 í dag á Útvarpi Sögu FM 99,4 og utvarpsaga.is

Þorbjörn Ásgeirsson, er fæddur 1. ágúst 1939 og uppalinn í Reykjavík, er járniðnaðarmaður og nuddfræðingur að mennt, en hef starfað sem verkamaður, iðnaðarmaður, bóndi, lögreglumaður, sölumaður, nuddari, rithöfundur og skáld. Á heimasíðu Þorbjörns http://simnet.is/lif/ er fyrri hluti bókarinnar Stjörnulíffræði. Sem er um kenningar dr. Helga Pjeturss og hugmyndafræði Þorbjörns Ásgeirssonar. Þar segir

„Eftir því sem ég las meira fór það svo að ég varð Nýalssinni. Ég kannaði kenningar þessar og fór aðrar leiðir en dr. Helgi Pjeturss og komst samt að sömu niðurstöðu og hann. Frá sextán ára aldri taldi ég mig hafa misst trúna á Biblíuna og Jesú Krist vegna þess að ég gat ekki á þeim tíma sætt mig við þá hugmynd að Eva hefði orðið til af rifbeini Adams og að Jesú væri eingetinn. Þessi tvö atriði hrintu mér frá trúnni, að ég taldi. Eftir sem áður hélt ég áfram að biðja bænirnar mínar og geri enn, það var vegna þess að ég fylgdi í raun alltaf hugmyndafræði Jesú Krists. En fyrst eftir að ég varð Nýalssinni kom trúin alls ekki til greina í mínum huga í sambandi við nýalskar hugmyndir, ég vildi einungis nota þá aðferðafræði sem þekking mín náði til. “

Þá verður Valdimar Tómasson eða LjóðaValdi með sitt ljóðahorn.

 


Elín Halldórsdóttir söngkona, kórstjóri og píanóleikari.

Gestur minn á Útvarpi Sögu í dag verður Elín Halldórsdóttir söngkona, kórstjóri og píanóleikari. Árið 2007 gaf Elín út diskinn"Tunglið, fljótið og regnboginn" og vakti athygli fyrir góðan söng og framkomu. Elín Halldórsdóttir nam söng og píanóleik við London College of Music. Hún stundaði framhaldsnám í einsöng í Köln í Þýskalandi. Hún bjó og starfaði í Köln og Regensburg í Þýskalandi um 3ja ára skeið í hvorri borg.  Í Regensburg var hún þekkt fyrir störf sín sem stjórnandi kóranna Femmes Fatales  (sem þíðir Hættulegar Konur) og gospelkórnum Spirit of Joy, auk þess sem hún kom víða fram sem einsöngvari í borginni og umhverfi hennar. Það verður forvitnilegt að vita hvað hún er að gera í dag. Allt um það á FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  í dag milli 15 og 16.

Valdimar Tómasson verður með ljóð dagsins


Eiríkur Jónsson ofurbloggari á Útvarpi Sögu í dag.

Eiríkur Jónsson  ofurbloggari og stjörnublaðamaður verður gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu í dag. Eiríkur er ný hættur sem ritstjóri Séð og heyrt  sem um áraraðir hefur séð landsmönnum fyrir fréttum af fræga og ríka fólkinu. Ég ætla einmitt að spyrja Eirík um þetta fólk sem sést á síðum blaðsina því það geislar fegurð og heilsu. Hvað þarf maður að gera til að komast á forsíðuna á Séð og Heyrt?  Gæti það verið að fólk sækist eftir því eins og Dr Hook söng um að komast á forsíðu Rollingstons forðum tíð. Eiríkur er naskur blaðamaður sem hefur mikla reynslu og gott fréttanef. Það er aldrei  gúrka hjá Eiríki. Þátturinn er á milli 15 og 16 í dag miðvikudag á FM 99,4 og www.utvarpsaga.is

P.S  Þátturinn heitir Fegurð og heilsa og því er ekki tala að um pólitík í þættinum.


Gleðilegt nýtt ár héra

Ár hérans byrjar 3 febrúar 2011 þegar nýtt tungl byrjar. Kínverska árið 4709, eða 2011 í vestrænu dagatali, er ár héra. Þetta er ár silfur héra eða málms. Málm héri mun gera þetta ár gegnsætt, aðgengilegt og skiljanlegt. Samt sem áður verða erfileikar á fyrstu mánuðum ársins, því við þurfum tíma til að losa okkur við drauga fortíðar og losna við ótta og beyg. Aðeins nýjar framkvæmdir og hreinsun á andrúmslofti munu bæta úr ástandinu. Sem dæmi, þá er árið 2011 að loka 28 hring sextíu ára tímabils og er ár málm héra sem kemur á sextíu ára fresti. Nafn ársins er í raun „hérinn sem lítur út úr holu sinni“. Jafn vel í austur löndum er þetta talið ár margræðni og friðsældar. Allmennt mun fólk ekki finna neina breytingar því héri er með grímu kærileysis, vanrækslu og bjartsýni. Það þýðir að á árinu þá munum við verða vitni af stóru falli og hoppi  með tímabili af nokkra daga skelfingu. Þessi tímabil verða til þess að draga saman sterka persónuleika, sem með sjálfstrausti er hæfir til að takast á við neikvæða afleiðingar þeirra. Héri er friðsamur en þrátt fyrir það er hætta á að sumir verði fyrir „ hnífsstungum í bakið“ hið óvænta getur átt sér stað. Vegna þess andrúmslofts sem verður á ári héra geta orðið uppákomur, vegna þess að það mun lát önnur merki halda að þau séu örugg að gera hvað sem er. Verði sá friður sem ár héra gefur ekki til þessa að róa þessi merki er hætt við að á ári dreka 2012 komi að skuldar dögum og allt far í bál og brand. Í sumum tilfellum verður gjaldið það hátt að, taki tvö ár að greiða það og jafnvel að það verði allt of hátt. Sumir spámenn telja að þetta ár verði eins og peningur með tvær hliðar. Önnur hliðin er flókin og hræðileg en hin einföld og látlaus. Líklegt er að þetta verði ráðandi árið 2011, hárfínt leikandi á veikleika og væntingar fólks. Fólk  getur fengið frið og spekt en það verður að muna að héri er ekki strútur og það verður að leysa vandamál jafn óðum  sem þau koma upp.

 


Heiðar Snyrtir á Útvarpi Sögu.

Gestur okkar Guðnýjar í Heilsubúðinni í dag verður Heiðar Jónson Snyrtir. Heiðar vinnur núna sem flugþjónn  og kallaði sig um tíma sköllóttu flugfreyjuna. Hann er hættur að raka af sér allt hárið og er alls ekki eins sköllóttur og hann hélt. Við Guðný munum ræða við Heiðar um heima og geyma. Heiðar er fróður maður sem hefur frá mörgu að segja.

Þátturinn Fegurð og heilsa Útvarp Saga FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  klukkan 15 í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband