Vilborg Dagbjartsdóttir skáld á Útvarpi Sögu FM 99,4

Hiđ ástsćla skáld, rithöfundur og kennari Vilborg Dagbjartsdóttir verđur gestur minn á Útvarđi Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  í dag klukkan 15.Bókmenntavefurinn hefur ţetta ađ segja um Vilborgu:
Vilborg Dagbjartsdóttir fćddist á Hjalla á Vestdalseyri ţann 18. júlí áriđ 1930. Hún fór í leiklistarnám til Lárusar Pálssonar áriđ 1951 og var síđan í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist frá 1952-1953. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands áriđ 1952 og stundađi nám í bókasafnsfrćđum viđ Háskóla Íslands 1982. Hún starfađi sem rithöfundur og barnakennari í Austurbćjarskóla um árabil en hefur nú hćtt kennslu. Eftir hana liggur fjöldi rita fyrir börn, bćđi sagnabćkur og námsefni, auk ljóđabóka. Hún ritstýrđi Óskastundinni, barnablađi Ţjóđviljans, 1956 - 1962 og Kompunni, barnasíđu sunnudagsblađs sama blađs, frá 1975 - 1979. Vilborg hefur veriđ mikilvirkur ţýđandi og starfađ ötullega ađ málefnum barna. Hún var einn frumkvöđla ađ stofnun Rauđsokkahreyfingarinnar og átti sćti fyrir miđju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friđarsamtaka íslenskra kvenna. Hún hefur átt sćti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970. Fyrsta ljóđabók Vilborgar var Laufiđ á trjánum sem kom út áriđ 1960 og var hún ţá ein af fáum konum sem skrifuđu atómljóđ. Hún birti einnig ljóđ í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóđa og greina í tímaritum og safnritum. Ljóđ Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Vilborg var gift Ţorgeiri Ţorgeirsyni sem nú er látinn. Hún á tvo uppkomna syni. Hún býr í Reykjavík.

Muniđ ađ stilla á Útvarp Sögu og hlusta á ţessa frábćru baráttu konu.          

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband