29.9.2009 | 10:01
Ásta Kristín Sýrusdóttir og Purity Herbs.
Ásta Kristín Sýrusdóttir verður gestur minn á Útvarpi Sögu FM 99,4 miðvikudaginn 30 sept. á milli 15 og 16.
Purity Herbs var stofnað á Akureyri 1994. Stofnendur þess voru Ásta Kristín Sýrusdóttir og André Raes. Núverandi eigandi er Ásta Kristín Sýrusdóttir.
Fyrirtækið óx og dafnaði og er nú rekið af Ástu Krístínu af miklum myndarskap. Lítil fyrirtæki eins og Purity Herbs er það sem koma skal fyrir okkur Íslendinga. Ekki aðeins að þessar frábæru vörur séu góðar fyrir okkur íslendinga heldur er þetta góður kostur í framleiðslu á vöru til útflutnings og gjaldeyrisöflunar fyrir landið. Til hvers að flytja inn það sem við höfum nóg af. Hreint íslenskt fjallavatn er notað í Purity Herbs vörurnar.
Einstök samasetning af ólíkum náttúruefnum gerir vörurnar einstakar. Vörurnar eru unnar úr handtíndum lífrænum og náttúrulegum íslenskum jurtum.
Yfir 40 mismunandi tegundir af jurtum eru notaðar í framleiðsluna. Einungis sá hluti af jurtinni sem nota á er klipptur af, restin fær að vaxa áfram.
Virðing borin fyrir náttúrunni með alúðlegri umgegni.
Engin kemísk (gervi) efni notuð í kremin og olíurnar frá Purity Herbs.
Engin ilmefni eru notuð, einungis hreinar kornkjarnaolíur.
Rotvarnarefnin eru náttúruleg.
Gamlar hefðir ásamt nútíma þekkingu blandað saman til að ná sem bestum árangri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.