Ingi Björn Albertsson á Útvarpi Sögu í dag


     Gestur hjá mér og Sirrý spá á Útvarpi Sögu í dag milli 15 og 16 er Ingi Björn Albertsson, Hann  er fæddur. í Nice í Frakklandi 3. nóv. 1952 og er því dreki.

Dreki

Dreki er eitt sterkasta og gæfu ríkasta merkið í kínverska dýrahringnum. Hjartahlýr og hvatvís, eldheitur ákafi hans gerir hann langt frá því að vera óaðlaðandi. Þetta gefandi hæfileikaríkt og fastheldið merki sem veit nákvæmlega hvað það vill og hefur staðfestu til að fá það. Dreki hefur yfir að ráða sjarmerandi persónutöfrum og getur alltaf haft áhrif á sína sem jafningja og eru oftast með athygli allra í samkvæmum. Þeir fá ríkulega blessun í lífinu og eru taldir heppnir í ástum.  Vinir hans hafa alltaf gaman af því sem þessi eldibrandur hefur að segja og þegar kemur að góðum ráðum þá á hann sviðið. Sjálfsálitið getur orðið Dreka vandamál stundum, en jafnvel þá er þessi skepna stærri en lífið sjálft og getur tekið á sig hvað ágjöf sem er án þess að stoppa. Dreki er frá náttúrunnar hendi fæddur til að vera leiðtogi sérstaklega að eigin áliti.

Meira um Inga Björn og framtíð hans í dag á Útvarpi Sögu FM 99.4 og utvarpsaga.is

Hvað spáir Sirrý um framtíð hans í stjórnmálum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband