Nýtt spádóms ár

Í dag 4 febrúar byrjar nýtt spádóms ár í kínverskri stjörnuspá.

Uxi

Kínversk stjörnuspá

fyrir þá sem fæddir eru á ári uxa

 1901, 1913, 1925,

1937, 1949, 1961,

1973, 1985, 1997, 2009.

Ef þú átt afmæli fyrir 4 febrúar , þá er ár þitt rotta en ekki uxi.

 

Uxa ættu að hafa átt gott s.l  ár rottu. Margir náðu sínu takmarki en því miður verður það ekki það sama á ári uxa 2009. Margar óheillastjörnur verða á sveimi þetta árið og engin nógu sterk lukkustjarna til að vinna þar á móti. Því verður þetta ár óstöðugt og óútreiknanlegt. Vandamál munu því koma upp fyrr en síðar og vera mikil ögrun fyrir uxa. Uxa verða því að vera á tánum allt þetta ár.

.

Hvað varðar kínverska dýra hringinn þá er það óheilla merki að  vera fæddur á sama ári og er að byrja sinn fyrsta hring. Það eru því margar hættur fyrir þá sem verða sextugir á þessu ári. Mörg vandamál munu koma upp. Það fólk þarf sérstaklega að vera á varðbergi hvað varðar vinnu, heimili, ferðalög og forðast illdeilur, lögsóknir, ærumeiðingar óvináttu og gjaldþrot.

Á Útvarpi Sögu verður  nánar fjallað um ár uxa í dag milli 15 og 16. Þar sem ég og Sirrý spá munum taka fyrir komandi ár. Hægt er að hlusta á þáttinn á FM 99,4 og  wwww.utvarpsaga.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband