Solla græna og Útvarp Saga

Solla Eiríks eða Solla græna verður gestur minn á Útvarpi Sögu  FM 99.4 í dag klukkan 15.

Solla er mjög skemmtileg og fróð um allt sem við kemur heilsufæði . Það verður því fróðlegt að tala við hana.

Solla er fædd á ári rottu samkvæmt kínverska dýrahringnum.

Rotta

Í hinum vestræna heimi þá er rottan  neðsta þrep samfélagsins og smitberi. Viðhorf  þetta er allt annað í austurlöndum þar sem rotta er virt fyrir vitsmuni sína og getu til að halda utan um verðmæti. Þar er hún talin vera merki um ríkidæmi og gæfu. Á það bæði við um Japan og Kína. Klár og skjótráð rotta kínversku spekinnar er algerlega ómótstæðileg og nauðsynlegur ferðafélagi. Andsetinn af  smekkvísi er þetta merki fólks sem mikið ber á, það hefur náttúrulegan persónuleika og skerpu, skemmtilega framkomu og getur vingast við nærri því hvern sem er. Rottan vill vita hverjir eru vinir hennar og sannir vinir þeirra fá það margfalt til með vernd og gjafmildi.

Meira um Sollu sem rottu í þættinum í dag. Ekki missa af þessum skemmtilega þætti á einu frjálsu útvarpsstöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta með rottuna,ég veit að hún er vinur sinna og hún er alltaf tilbúin fyrir þá sem það vilja þyggja,en hún kann sín mörk að ef slegið er á útrétta loppu hennarhörfar hún til baka ,en er samt til staðar. Rotta er ekki auðvelt merki að vera í og sú vinna sem hentar henni oft brst er að vera til staðar fyrir aðra og þar kann hún vel við sig,en þarf stundum að tæma ekki algjörlega út af tanknum.hún þarf stundum að muna eftir sjálfri sér sem oft er erfitt fyrir hana.

Þú stendur þig vel rakari.

Kerlingin á móti.

Kerlingin á móti. (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband