3.12.2008 | 11:59
Útvarp Saga besta stöðin
Hildur Magnea Jónsdóttir heldur úti síðunni www.heilsubankinn.is Hildur verður gestur hjá mér og Sirrý spá á Útvarpi Sögu FM 99,4 í dag klukkan 15. Hildur er fædd 1967 og er því Geit. Geitin er glæsileg, töfrandi, listræn, gefandi og mikill náttúru unnandi. Þeir sem fæddir eru í þessu merki eru mjög skapandi. Það er einnig mjög nærgætið og með góða mannsiði og laðar að sér marga aðdáendur og vini. Þar verður þess virði að hlusta nánar á þáttinn í dag
Þetta er örugglega besti bankinn á landinu í dag.
Heilsubankinn.is er upplýsinga- og gagnabanki. Vefnum er ætlað að vera vettvangur sem tengir saman þá aðila sem leita leiða til að ná bættri heilsu og betri líðan við þá meðferðar-, þjónustu- og söluaðila sem bjóða þjónustu og vöru sem stuðlar að heilbrigði og góðri líðan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.