28.10.2008 | 08:59
Sítt hár eða stutt
Það getur verið að það sé í tísku að vera með stutt hár og ég er viss um að allar konur líta vel út með stutt hár en ef ég á að vera heiðalegur þá er það ekki það sem karlmenn vilja.
Með öðrum orðum þetta er ekki sexí. Rannsóknir sýna að 90% af karlmönnum finnst sítt hár á konum sexí. Þeirra drauma brúður er með sítt hár.
Ætli konur að geðjast karlmönnum þá ættu þær því að gleyma því að klippa þig stutt, þeir vilja sítt hár. Það er tvær hárgreiðslur sem þeir elska. Sítt liðað hár og uppsett hár með síðum lokkum niður. Það er staðreynd að meiri hluti karlmanna vilja konur með sítt hár.
Hvers vegna láta konur samt klippa sig stutt? Til að sýna sjálfstæði? Til að sýna öðrum konum að þær þori.? Eða bara af því þeim finnst það flott. Því miður eru margar konur sem bera sig saman við aðrar konur og vilja gera þeim til geðs frekar en eigin mökum.
Persónulega finnst mér stutt hár flottara og meira sexí. Ég lít á sítt hár sem hráefni sem þarf að móta og vinna úr. Rannsóknir sýna líka að karlmönnum finnst sítt hár fráhrindandi ef það er ekki móta og vel hirt. Hárgerð, andlitsfall og persóna skipta líka miklu máli. Sumar konur bera alls ekki sítt hár og öfugt.
Spurningin er bara hverjum vill konan geðjast öðrum eða sjálfum sér. Ég kann best við konur með sjálfstæðan vilja.
Athugasemdir
Sæll herra rakari. Ég hef um ævina verið með allar síddir af hári og í dag er það ekki stutt og það er algjörlega minn vilji að hafa það þannig því ég er kona sem spyr ekki karlmann hvort ég eigi að vera svona eð hinsegin hvorki með hárið á höfði mér eða klæðaburð eða nokkuð annað srm mér viðkemur. Hef sem betur fer haft sjálfstæða skoðum á mér og mínu útlyti alla tíð og ætla ekki að fara að breita því og eitt enn sexí eða ekki skítt með það ef mér líður vel akkúrat eins og ég er hverju sinni.
Kveðja.
Kerlingin á móti
Kerlingin á móti. (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.