Á að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum?

Á að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum?

Persónulega þá hefði léttvínsala ekki breytt neinu með mínar drykkjuvenjur því að slík vín voru sem dropi í hafið fyrir mig. Alkóhólisti nær sér alltaf í sinn drykk hvar og hvernig sem selt er. Þegar menn eru í bullandi neyslu þá er fátt sem stoppar þá.

Það er samt sannað að léttvín er oft byrjun í alkóhólisma, endar í sterkum drykkjum og síðan í einhverju en sterkara.

Það er ekki svo vitlaust að skoða það sem Þorbergur Þórðarson skrifaði um lifnaðarhætti í Reykjavík á árunum 1870 -1891.

 

“Áfengisnautn[1]

Áfengisnautn var mikil á þessum tímum. Þá seldu allar verzlanir áfengi, og var það selt kaupendum í blikkmálum. Á árunum 1870 til 1880 mun þriggja pela flaska af brennivíni hafa kostað 35 aura, en 45 til 65 aura á árunum 1888 til 1891. Portvín og serrý kostaði þá (1888 – 1891) kr. 1.25 til 1.35, en viský og koníak 1.60 til 1.80.

Mest var drukkið brennivín. Kirsiberjabrennivín var og allmikið drukkið. Það var óáfengara en brennivínið. Romm var nokkuð drukkið, mestmegnis í toddý. Einstaka maður drakk það óblandað. Kvenfólk smakkaði varla áfengi, nema þá helzt kirsiberjabrennivín og svo nefnt afbrennt brennivín eða afbrennt romm í veislum. Þá kom það varla fyrir, að kona sæist ölvuð.”  Svo heldur hann áfram

“ Sumir karlmenn stóðu við búðarborðiðin mestallan daginn og keyptu brennivín í staupum eða kvartpela  eða hálfpela og drukku í búðunum og komu svo fullir heim á kvöldin. Ryskingar í ölæði urðu alloft í  búðum. Slagsmál urðu næstum á hverju kvöldi inni í svínastíunni á veitingahúsi Jörgensens ( þar sem nú er Hótel Ísland) og á götunni fyrir utan húsið. Stundum mátti sjá ölóðum mönnum sent út um gluggana, svo að allar rúður brotnuðu.

Ekki var ótítt að menn yrðu að ræflum út af drykkjuskap.”

 

Það er kannski gott að fá þessa sölu í matvöruverslanir og þá verður áfengisvandamálið sýnilegra. Þegar að góðborgarar þessa lands fá vart þverfótað fyrir drykkjumönnum við matar- innkaupin, þá skynja þeir kanski betur þörfina á fjármagni frá ríkinu til SÁÁ.

Það er til háborinnar skammar að þigmenn skuli vera að bera út fagnaðarerindið um frjálsa sölu á áfengi á sama tíma og meðferðarstofnun eins og rekin er af SÁÁ er í fjársvelti og ekki einu sinni á fjárlögum. Ég er á móti boðum og bönnum en ríkisvaldið verður að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem ofneysla á víndrykkju og öðrum vímuefnum hefur.

Alkóhólismi er sjúkdómur sem þarf að , meðhöndla á sjúkrastofnun undir umsjón lækna og hjúkrunarfólks. Það er ekki rétt af yfirvöldum að mismuna fólki eftir eðli sjúkdóms. Allir þeir sem eiga við sjúkdóma að stríða eiga jafnan rétt til umönnunar. Því er fjársvelti SÁÁ og þeirra stofnana sem rekið er af samtökunum óskiljanlegt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikill ávinningur er af því starfi fyrir samfélagið í heild sína. Konur, karlar og börn svo tug- þúsundum skipta eiga afkomu sína og framtíð undir starfi SÁÁ komið. Málið varðar mun fleiri en sjúlingana sjálfa. Ég vona að þingmenn sjái sóma sinn í því að horfa til framtíðar en ekki að senda okkur aftur til 19 aldar. Notum 21 öldina til að viðhalda og auka það mikla starf sem unnið hefur verið í 31 ár af SÁÁ.


[1] Frásagnir eftir Þorberg Þórðarson bls.111


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra herra rakari. Í dag er ég algjörlega á sama máli og þú,virlileg flott hjá þér.

Kveðja.

Kerlingin á móti.

Kerlingin á móti. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband