Hvernig hugsa börn

DR Afi

Afi minn er stór karl og ofsalega gáfaður. Hann er prófessor  við Háskólann.

Hann veit svar við öllu.

En vegna þess að hann er svo gáfaður þá skil ég hann ekki alltaf.

Ég skil það örugglega þegar ég er orðin stór.

Það er svo margt hjá þessu fullorðnafólki sem ég skil ekki og ég get varla beðið eftir að verða fullorðinn. Ég spurði afa hvernig hann fékk Dr fyrir framan nafnið sitt og það stóð ekki á svari hjá þeim gáfaðasta í fjölskyldunni.

Í doktorsritgerðinni minni þá skrifaði ég um innflytjendur eða nýbúa þessa lands og aðlögun þeirra að samfélaginu.

Afi var ekki erfitt hjá þér að lifa á meðal þeirra og kynnast því hvernig þeir lifðu.?

Nei, nei, barnið mitt, ég þurfti ekki að kynnast þeim neitt.

Ég notaði bara skýrslur yfirvalda, og fann þannig út hversu mörg prósent þau voru af þjóðinni, hvernig atvinnuhætti þeir stunduðu og hversu há prósenta þeirra skiluðu sér í framhaldsnám og svo kom þetta bara koll af kolli.

Afi þekkir þú þá ekki neinn nýbúa.?

Nei ekki neinn barnið mitt, enda engin þörf á því, þetta er allt skjalfast um þá hjá yfirvöldum.

Afi en varstu ekki fátækur á meðan þú varst að klára þetta nám.?

Nei elskan mín, ég var á námslánum og svo fékk ég rannsóknarstyrk hjá Ríkinu til að gera úttekt á þessu vandamáli sem þeir réðu illa við. Þegar ég var búinn að koma þessu í prósentur þá skildu allir vandamálið mun betur og gátu tekið á vandanum eftir því.

Ég gat síðan notað þessa rannsókn mína í doktorsritgerð mína og fékk fyrstu einkunn. Það þarf nefnilega Akademíska nefnd til að skilja mikilvægi þess að reikna út alla hluti í prósentum og ná þannig yfirsýn yfir samfélagið.

Ég var yfir mig hrifinn af hversu klár hann afi var og vissi að Ísland var heppið að hafa svona sniðugan kall eins og hann.

Hann afi getur örugglega bjargað okkur út úr kreppunni líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér rakari góður,en hvernig er með ÖMMURNAR sem að mati barnanna vita  alla skapaða hluti hvort sem þær hafa gráður eða eru án þeirra.

Helgar kveðja Kerlingin á móti.

Krtlingin á móti. (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband