Sam|viska KVK

 

Ég heyri á hverjum degi um að konur séu samviskusamri en karlmenn.

Ekki nóg með það heldur er sagt bæði í ræðu og riti, konur eru miklu samviskusamari en karlmenn.

Þetta tískuorð er notað nánast í allri umræðu Þetta er orðið eins og viðhengi við allt sem konum viðkemur. Karlmenn nota þetta ekki síður en konur.

Að mínu mati lýsir þetta mikilli minnimáttarkennd og misnotkun á orðinu. Þó orðið samviska sé kvenkyns  þá er það ekki einskorðað við konur.

Sagt er:

Konur eru mun samviskusamari en karlar og því lenda þær oftar í aftan á keyrslum á gatnamótum vegna þess að þær fara ekki yfir á gulu eða rauðu ljósi eins og karlar.

Samviskulausir karlmenn keyra því aftan á blessaðar dúfurnar sem eru ekki það samviskulausar að brjóta lögin. Konur hamra á þessu og karlmenn éta þetta eftir þeim eins og hinum heilaga sannleik.

 Hvað segir sálfræðin um þetta, eða tilheyrir þetta ekki samviskusamri kvennasálfræði?

Sjálfur hef ég unnið í kvennafagi síðan 1970 og hef komist að þeirri staðreynd að

„ Maður er samheiti fyrir karl og konu” og komist að   þeirri staðreynd að einstaklingurinn er persónu en ekki kynbundinn.

Það væri gaman að vita hvaðan þessi vísindalega staðreynd að konur séu samviskusamari en karlmenn sé kominn. Er þetta hin nýja kvennafræði og sannar að Guð getur ekki verið karlmaður hann hlýtur að vera kona. Orðabækur hafa þetta að segja og ég spyr á þetta frekar við um konur en karla  nema orðið samviskulaus það virðist eiga vel við um karlmenn.

Þá er spurning hvort karlmenn séum ekki  orðnir samviskufangar eða samviskuliðugir.

sam|viska KVK

sálfræði
• siðgæðisvörður vitundarinnar;

guðfræði/trúarbrögð
• rödd guðs í manninum
• vitundin um rétta eða ranga eigin breytni eða um samræmi eða misræmi athafna eða hugsana við gildandi siðareglur.

slæm samviska (þ.e. vegna vondrar breytni)

góð samviska
hafa ekki samvisku til e-s geta ekki fengið af sér að gera e-ð

samviskusamur L

• aðgætinn í verki, vandvirkur, sem ætíð reynir að vinna rétt og vel

samvisku·bit HK

• tilfinning um að hafa gert e-ð rangt, iðrunarkennd

samvisku·fangi KK

• maður sem hefur verið sviptur frelsi vegna skoðana sinna en hefur hvorki beitt ofbeldi né hvatt til ofbeldis til að koma þeim í framkvæmd

samvisku·góður L

fornt/úrelt
• skynsamlegur, sem veldur góðri samvisku

samvisku·laus L

• sem samviskan sefur í, sem vílar ekki fyrir sér illverk eða iðrast ódáða

samvisku·liðugur L

• sem á auðvelt með að sætta samvisku sína við ranga breytni, með teygjanlega samvisku

samvisku·nag HK

• samviskubit, nagandi samviska

samviskusamlega AO

• vandvirknislega, eftir bestu getu

samviskusemi KVK

• það að vera samviskusamur, vandvirkni

samvisku·spurning KVK

• spurning um samvisku eða sannfæringu e-s, spurning er svara verður hreinskilnislega
• nærgöngul spurning

Dæmi nú hver fyrir sig.

TG

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það versta er að ég er nú nokkurn vegin á sömu skoðun og rakarinn í dag þó ég telji mig konu er  ég samt sem áður afar samviskusöm manneskja tel ég því ég hef ekkert rangt gert af mér í langan tíma nema þó ég manneskjan fór yfir á ekki gulu,ekki gul rauðu,heldur há rauðu ljósi fyrir nokkrum dögum svo ég get þá trúlega  hvort eð er ekki talist með samviskusömum konum,en þetta litla atvik læt ég ekki á mig fá og er jafn ofur samviskusöm og áður hvort sem ég er kvenmaður eða bara maður.

Kerlingin á móti. (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 09:06

2 identicon

Samviskusemi tel ég að sé hverri konu með fædd. Það kemur snemma framm hjá litlum stílkum hve vel þær hugsa um dúkkurnar sínar. Það vita jú allir hvað við konur erum fullkomnari lífverur en karlmaðurinn og tel ég ekkert sem við getum ekki án hanns nema kanski einn hlut sem við verðum að fá að láni frá honum til að geta barn nokkrar eða jafnveg bara eina sæðisfrumu og eftir það með natni og mikilli samviskusemi getum við séð um eftirleikinn.Að geta af sér fullkomna litla mannveru og kreft afar mikillar samviskusemi af konunni því að á meðgöngunni þarf að huga vel að  heilbryggðu líferni á allan máta því ef þetta litla fullkomnasta sköpunarverk jarðar á að komast óskaddað í þennan heim er það mikillar samviskusemi móðurinni að þakka hvernig til tekst. Hérna á árum fyrir langa löngu áður en getnaðarvarnir voru komnar til sögunnar var algengt að konu ólu af mikilli  samviskusemi 10-20 börn sem ég tel samviskuleysi manna þeirra að kenna því þeir voru svo góðir við sjálfan sig að tíma ekki að rjúfa samfarir fyrir sáðlát hafa eflaust hugsað látum slag standa,þeir hefðu þurft að geta gengið með eins og eitt barn og fætt það af sér þá hefði þeim kanski snúist hugur og samviskan grypið inní hjá þeim á réttum tíma. Þetta er bara smá dæmi um samviskusemi konunnar því hún þarf með samviskusemi í marga mánuði eftir hvern barnsburð að gefa litla anganum brjóst af samviskusemi allan sólahringinn og hvað er samviskusemi ef þetta lýsir ekki best hvað konan er ekki bara á þessu sviði heldur mörgum öðrum ekkert nema samviskusemi hvert sem starf hennar og gjörðir eru. þið verðið að sætta ykkur við það Karlmenn góðir þó við séum öll menn erum við Kvenmenn sama hvort er á gulu ljósi,heima hjá okkur eða hvar sem er!!!!

Kerlingin á móti. (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband