Að skyggnast inn í sálina

Í dag verð ég og Sirrý spá með þátt á Útvarpi Sögu FM 99,4. Þátturinn er á milli 15 og 16 eins og alltaf á miðvikudögum. Hlustendum er velkomið að hringja inn í þáttinn og fá spádóm Sirrýar. Síminn er 588-1994.

 

Aðal gestur þáttarins að þessu sinni verður Guðmundur á Mótel Venus í Borgarfirði. Það er tilvalið á þessum tímum að huga að sálarlífinu og að efla ástina, því er rómantísk helgi á Motel Venus  frábær kostur. Eða svo vitnað sé í Örn Arnarson skáld:

 

Kveð ég hátt, unz dagur dvín,

dýran hátt við baugalín.

Venus hátt í vestri skín.

Við skulum hátta ástin mín.

 

Andleg  heilun er náttúruleg leið til sjálfsþekkingar og að ná réttu sambandi við sjálfan sig.

 

Aðal stjarna þáttarins er að sjálfsögðu Sirrý spá en hún er ein vinnsælasta spákona landsins. Það er andleg uppörfun fyrir hlustendur að láta Sirrý spá lesa fyrir sig úr spilum.

 

Sirrý veit engu að síður að framtíðin er auðvitað í þínum höndum. Hún er raunveruleg spákona og er ekki að segja þér hvernig framtíðin á að vera heldur að leiðbeina þér hvernig þú getur náð sambandi við þína eigin sál og tilfinningar. Þannig skaparðu þína eigin framtíð. Sirrý notar skyggnigáfu sína til að leiðbeina. Spádómar hennar vekja upp þitt eigið sálarlíf og hjálpa þér að takast á við lífið. 

 

Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það er engin rós án þyrna. Þú þarft að læra að hlusta á þína eigin rödd og skynja þannig það sem er innra með þér. Þá færðu þá innró sem þú þarft til að takast á við lífið, grasið er  alltaf ekki grænna hinum megin.  Máttur sálar þinnar er innra með þér. Þú átt að efla hann og ekki gefa hann frá þér. Láttu ekki aðra stjórna þínum eigin sálarkrafti, það ert þú sem berð ábyrgð á eigin lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband