Skoðum þetta aðeins nánar:
Bætt heilsa
Rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur þér heilsusamlegra útlit. Ekki nóg með að þú lostnir við skeggið heldur verður húðin þakklát. Sérstaklega ef þú veitir skeggrótinni þá athygli sem hún á skilið. Sápan og rakspíri sem þú notar örva blóðrennsli til húðarinnar og hún hreinsast þannig einnig innan frá. Þú verður ekki aðeins frísklegri heldur líður þér frábærlega.
Sparnaður
Gamaldags rakvélablöð kosta aðeins brot af því sem margblaða vélar og blöð kosta í dag. Verðmæti þeirra er svo mikill að það er vinsælt að stela þeim í verslunum og þær ganga sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum heldur en að smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum hérna heima með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Það er svo komið að stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.
Betra fyrir umhverfið
Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur. Sápuna er einnig hægt að kaupa í fyllingum. Það á við um þá sem nota rakkrús og þá er sápan sem fer í niðurfallið náttúruvæn. Það væri enn betra ef þú lærðir að nota rakhníf sem þú getur lært að brýna og nota á auðveldan hátt. Það er líka mjög karlmannlegt.
Hraustlegt útlit
Það vita allir að þegar maður lítur vel út þá líður manni vel. Að byrja morguninn á því að raka sig og setja á sig rakspíra gerir mann hreinan og frísklegan. Þessar nokkrar mínútur á hverjum morgni gera daginn enn betri.
Góð skemmtun
Það er ótrúlegt hvað þessi athöfn með sjálfum sér getur verið skemmtileg. Sérstaklega ef þú lærir að nota gamaldags rakhníf því þá ferðu stoltur út í lífið yfir hæfileikum þínum við rakstur.
Það er sérstök tilfinning að raka sig með rakhníf eins og forfeður okkar upplifðu það og færir þér tengingu við fortíðina.
Aðferð gamaldags raksturs
Fyrst er að hita húðin. Helst með heitum bakstri. Það bæði mýkir húðina og veldur því að rakblaðið á auðveldar með að ná dýpri rakstri.
Næst er að bera raksápu á skeggrótina. Mikilvægt er að nudda sápunni vel inn í húðina.
Ástæðan er einföld
1. Raksápan hreinsar húðina af óhreinindum sem eru á húðinni og inni í yfirborði hennar.
2. Mýkir skegghárin og fyllir upp í ójöfnur.
3. Gefur mjúkan og slettan rakstursflöt.
Hér áður fyrr sögðu rakarar að vel sápað andlit gæfi góðan rakstur. Ekki er nauðsynlegt að beita heitum bökstrum. Það getur líka verið gott að vera nýbúinn að fara í heitt bað eða sturtu og hita þannig húðina vel upp.
Munið að láta sápuna freyða vel og nudda henni vel inn í húðina. Til að fá góðan rakstur þá verður maður að gefa sér góðan tíma í undirbúninginn.
Gerið raksturinn að helgistund í lífi ykkar og njótið þeirrar afslöppunar sem góður rakstur veitir
Rakvélar með mörgum blöðum og steyptum í plasthaus eru hannaðar til að raka sem mest með hverri stroku og það er ekki endilega besti raksturinn. Með rakhníf eða einblaða hníf þá notarðu mjúkar strokur og ferð aftur og aftur yfir raksturflötin án þess að þrýsta of mikið á húðina.
Flokkur: Lífstíll | 21.10.2008 | 08:14 (breytt 22.10.2008 kl. 08:25) | Facebook