5.12.2013 | 11:19
Hárþvottur (vegna greinar ibs í Fréttablaðinu)
Þessi nýja tíska (sem er ekki ný) að þvo sér ekki um hárið er skelfilega heimskuleg.
Hár óhreinkast 10 meira heldur en húðin og heldur óhreinindum mun lengur í sér en húðin þar sem húðin endurnýjar sig hraðar og skilar af sé óhreinindum með dauðum húðfrumum.
Óhreint hár er uppfullt af sjúkdómsvaldandi sníkjudýrum og lyktar illa. Mengun úr umhverfi sest í hárið ásamt matarlykt.
Vandamálum í hársverði hefur fækkað til muna síðan fólk fór að þvo hár sitt reglulega. Á síðustu árum hefur framleiðsla á hárþvottarefnum tekið byltingarkenndum framförum. Sjampó er í flestum tilfellum á sýrustigi húðar 4,5-5,5. Sem er kjörstig heilbrigðar húðar og hárs.
Verði pH gildi hárþvottarefna basískur (alkaline) eins og var hér áður fyrr þá verður hárið gróðrastía fyrir sníkjudýr sem lifa á líkamanum. Því er mjög slæmt að nota matarsóta til hárþvottar. Nær væri að nota ólífuolíu með sítrónusafa í eða ediki.
Hárþvottarefni í dag eru orðin það góð að bæði hár og húð njóta góðs af notkun þeirra. Þessi kenning að láta náttúruna sjá um þetta ætti kannski vel við ef við lifðum við náttúruleg skilyrði.
Í fjósi og fjárhúsi er kannski allt í lagi að vera með illa lyktandi hár og skegg, það er sem dropi í hafið þar.
Ég sé ekki að nútíma borgarsamfélag bjóði upp á það sama.
Að fá í stólinn mann sem ekki þrífur hár sitt og skegg er ekki skemmtilegt. Því miður hefur það borið við að ungir menn er með rák óhreininda í skeggi vegna þess að þeir þrífa það ekki. Það þarf einmitt að benta þeim sem eru að safna skeggi, sérstaklega síðu skeggi, á að þrífa það vel.
Hitt er annað mál að flest okkar notum of mikið magn af þvottarefnum á líkaman á hverjum degi. Það er líka gott framboð af sápulausum efnum á markað. Flestir framleiðendur er farnir að nota ilmkjarnaolíur í sína vöru og er það mjög gott fyrir húð og hár.
Fyrir 25 árum síðan var það í tísku í Noregi að þynna út grænsápu og nota til hárþvottar. Við það jókst til muna hársjúkdómar og var slík framleiðsla bönnuð.
Þrifnaður er einn stærsti kostur nútíma þjóðfélags, fyrir alla muni farið ekki að mæla með óþrifnaði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.