Árið 2013 Snákur

 

Árið 2013 í kínverskri stjörnuspá er svartur snákur eða vatns snákur. Þetta verður fyrir margt, mjög viðburðaríkt ár. Það verður upp og niður fyrir marga og þá mjög hátt upp eða langt niður. Þetta mun verða upp og niður fyrir alla.

Kínversk stjörnuspá getur ekki sýnt okkur allt sem gerist 2013 heldur bara hvernig tilfinningin verður fyrir hvert merki þetta ár. Það eru tilfinningar og hugarástand okkar sem ræður miklu um gerðir okkar. Þegar við vitum hvers er að vænta þá getum við unnið í því að vera undirbúin undir það sem þetta ár gefur okkur. Sem dæmi þá á rottan framundan tilfinninga ríkt ár og því er ekki úr vegi fyrir hana að stíga skref aftur á bak og hugleiða hvort þetta verði nokkuð svo slæmt. Ekki láta tilfinningar bera þig ofurliði.

Sumt 2013 er nú þegar tengt sambúð og spáin getur sagt til um hvernig framvindan verður.  Kannski er tími fyrir eitthvað nýtt, en það er ekki endilega að það þýði nýtt samband. Það gæti verið gott að hressa upp á það gamla og rifja upp hversvegna þú ert með núverandi maka. Hvers vegna féllstu fyrir honum í upphafi og hvað hefur breyst, þú eða hann. Gæti verið góður tími til að færa fólk nær hvort öðru.

Það eru að sjálfsögðu einhleypir í öllum merkjum og ár snáks mun færa þeim nýjar fréttir. Þær munu koma í bæði stóru og smáu. Samt sem áður getur verið að fólk sé of mikið að bíða eftir hinum eina rétta. Kannski er þetta góður tími til þess að njóta þess að vera einn og slaka aðeins á. Það getur verið hjálp í því að huga meira að sjálfum sér heldur en því að komast í samband. Þegar þú ert sáttur við sjálfan þig eru meiri líkur á að þú finnir hina sönnu ást. Það er staðreynd að í brúðkaupsferð er allt dásamlegt og engin þörf á málamiðlun. Þegar hveitibrauðsdagar eru búnir þá kemur raunveruleikin í ljós og það er það sem stjörnuspáin bentir á. Frami í starfi er flestum merkjum mjög mikilvægur á ári snáks. Þess vegna er þörf á því að fólk fari aftur í skóla eða skipti um starfsvetfang á þessu ári til að ná meiri árangri.


Það skiptir ekki máli hvað spá þín segir á þessu ári því þær breytingar sem verða hjá fólki eru breytingar til frambúðar. Þeir sem hafa áhuga á þessum fornu fræðum kínverja ættu að skoða spá sína gaumgæfilega.






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband