13.7.2011 | 07:58
Valdimar Tómasson ljóðskáld 40 ára
Valdimar er fæddur 13 júlí 1971 og er því fertugur í dag. Af því tilefni verður þátturinn Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu tileinkaður honum. Hægt er að hlusta á www.utvarpsaga.is og Fm 99,4. milli 15 og 16.
Valdimar ólst upp á Litlu Heiði í Mýardal og varð snemma unnandi ljóða. Hann átti við veikindi að stríða í æsku og var þá oft rúmfastur. Hafði hann þá nægan tíma til að lesa. Þegar ég kynntist Valdimar Tómassyni og ég ætlaði að lát ljós mitt skína og fór með vísu sem ég hafði lært fyrir all löngu og misskilið. Það stóð ekki að svari hjá Valda því hann fór með alla bókina fyrir mig. Það vandaði bara að hann segði nú fletti ég eins og kallinn gerði forðum. Þá kom mín uppljómun , hér var Ólafur Kárason Ljósvíkingur var endurborinn, enda hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að hann hafi gengið á Mýdalsjökul og jökullin skilar sínu. Að tala við Valda er ekki eins og að tala við 40 ára mann, þar fer mun eldri maður. Þetta gæti eins verið sextugsafmæli eða tíræðisafmæli. Þetta er gömul sál í ungum líkama og aldrei að vita nema þetta sé bara Ljósvíkingurinn sjálfur kominn af jöklinum. Valdimar hefur í fjögur ár verið með ljóðahorn á Útvarpi Sögu og unnið hug og hjörtu hlustenda. Valdimar hefur gefið út eina ljóðabók eftir sjálfan sig En sefur vatnið og fjölda ljóðabóka eftir önnur ljóðskáld. Þátturinn í dag verður því helgaður ljóðlistinni og vændalega koma nokkur ljóðskáld í heimsókn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.