Eiríkur Jónsson ofurbloggari á Útvarpi Sögu í dag.

Eiríkur Jónsson  ofurbloggari og stjörnublaðamaður verður gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu í dag. Eiríkur er ný hættur sem ritstjóri Séð og heyrt  sem um áraraðir hefur séð landsmönnum fyrir fréttum af fræga og ríka fólkinu. Ég ætla einmitt að spyrja Eirík um þetta fólk sem sést á síðum blaðsina því það geislar fegurð og heilsu. Hvað þarf maður að gera til að komast á forsíðuna á Séð og Heyrt?  Gæti það verið að fólk sækist eftir því eins og Dr Hook söng um að komast á forsíðu Rollingstons forðum tíð. Eiríkur er naskur blaðamaður sem hefur mikla reynslu og gott fréttanef. Það er aldrei  gúrka hjá Eiríki. Þátturinn er á milli 15 og 16 í dag miðvikudag á FM 99,4 og www.utvarpsaga.is

P.S  Þátturinn heitir Fegurð og heilsa og því er ekki tala að um pólitík í þættinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband