ÁLIT WARREN BUFFETTS Á STJÓRNUN,

SIÐFERÐI OG RÖKVÍSIÍ öllum samskiptum Buff etts við hluthafa Berkshire – ogí raun við hvern sem er – hefur hann alltaf lagt áherslu á leitsína að heiðarlegum og hreinskiptum stjórnendum. Hannlítur á að þessa kosti eigi að leggja til grundvallar í öllu viðskiptalífi heimsins því þeir séu úrslitaþættir í tengslum við langvarandi velgengni og arðsemi fyrirtækja. Ofurlaun forstjóra,kaupréttir, sjálfstæði framkvæmdastjóra og bókhaldsbrögðsnerta viðkvæmar taugar Buffetts. Hann liggur því ekki á skoðunum sínum þegar talið berst að fyrrnefndum atriðum.Fégræðgi forstjóra og hjarðeðliÍ bréfi sínu til hluthafa árið 2001 skrifaði Buff ett: „Ég og Charlie fyllumst viðbjóði á því ástandi sem viðgengist hefur undanfarin ár. Á sama tíma og hluthafar hafa tapað milljörðumhafa forstjórar, framkvæmdastjórar og aðrir háttsettir einstaklingar sem fóstruðu þessar hörmungar, gengið frá borði með fúlgur fjár. Reyndar hefur það oftsinnis gerst aðhinir sömu hvöttu aðra til að fjárfesta í fyrirtækjum sínum á meðan þeir seldu sín eigin bréf og beittu jafnvel klækjum til að fela slóðina. Þeir líta á hluthafa sem ginningarfífl en ekkifélaga ... Það virðist enginn skortur á slíkri svívirðu innan bandarísks viðskiptaheims.“24Bókhaldshneyksli undanfarinna ára hafa hringt viðvörunarbjöllumvíðsvegar um Bandaríkin og reyndar um allanheim. Sérstaklega hjá þeim sem höfðu lagt fé í söfnunarreikningaeða lífeyrisreikninga innan fyrirtækja. Hluthafarhófu upp raust sína og spurðu spurninga þess eðlis hvort fyrirtæki þeirra stæðu vörð um hagsmuni eigendanna og væristjórnað með heiðarleik og gagnsæi að leiðarljósi. Í kjölfarið komu alvarlegir misbrestir kerfi sins í ljós. Forstjórar og aðrir stjórnendur fá ofurhá laun en nota á sama tíma peningafyrirtækjanna í einkaþotur og ofl átungslegar veislur. Undirmenn þeirra gerast ennfremur sekir um að kvitta upp á allar ákvarðanir sem stjórnendur þeirra taka, hversu ógáfulegarsem þær kunna að vera. Það virðist sem enginn forstjóri geti staðist freistingu hins ofurljúfa lífs sem hinir forstjórarnir njóta. Þetta er hjarðhegðun í sinni verstu mynd. Buffett telur lítið hafa áunnist til að koma í veg fyrir þessahegðun. Í bréfi sínu til hluthafa tveimur árum síðar tekur hann ærlega á því sem hann kallar „græðgifaraldurinn.“ Hann skrifar: „Óhófl egar þóknanir stjórnenda hafa stigmagnast

undanfarinn áratug í formi launauppbóta sem hinir allra, allra gráðugustu fengu. Um þessi „heiðurssæti“ var gífurleg samkeppni svo þetta hátterni var skjótt hermt eftir á öðrum stöðum. Launaþóknanir stjórnenda eru prófsteinn á það hversu alvarlega viðskiptaheimurinn tekur áskorunfjöldans um umbreytingu. Hingað til hafa svör stjórnenda ekki verið uppörvandi.“25 Þetta kemur frá manni sem hefur engan kaupréttarsamning og skammtar sjálfum sér ennþá100 þúsund dali í árslaun.

Úr bókinni Warren Buffett aðferðin  Þýnigng Mikael Torfason og Haraldur Diego.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband