Færsluflokkur: Lífstíll
19.11.2008 | 10:55
Framsóknarmenn
Þetta eru limrur eftir Magnús Óskarsson 1930-1999 borgarlögmaður,
Ég fór að athuga eitt
og sá það gat engu breytt
Fyrir framsóknarmenn
að fara í eitt skiptið enn
að missa vitið, sem var aldrei neitt.
Ég vaknaði svo djúpt sokkinn
að sálin fann ekki skrokkinn
í gærkvöldsins glaumi
eða geðveikum draumi
var hann gengin í framsóknarflokkinn
Eftir hreppsnefndarumræðu heita
heyrðist framsóknaroddvitinn neita
þeim áróðri öllum
að vatn upp á fjöllum
renni til sjávar og sveita.
Vits er þörf þeim er víða ratar
en ég veit ekki til þess að kratar
eða framsóknarmenn
hafi fattað það enn
að fara eftir kompás og radar.
Það sögðu mér sannfróðir menn
og ég sver að ég trúi því enn
að andskotinn eigi
ekki í KEA og Degi
meira en 50 framsóknarmenn.
Úr sveitinni kom Hrefna
sem hélt við oss milli svefna.
Að austan hún flúði
og rassinum snúði
í framsóknarmenn vangefna.
Ég ætlaði að hrópa eitt orð
en af því það var ekki morð
er það ósagt enn
að 8 framsóknarmenn
féllu samtímis fyrir borð
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 08:51
Sjávarbarinn á Granda
Sjávarbarinn á Granda
Magnús á Sjávarbarnum hefur tekið þá stefnu að lækka verðið hjá sér í kreppunni.
Hann býður upp á sjávarréttarhlaðborð á aðeins 1300 kr. Hlaðborðið hreinlega svignar undan glæsilegum fiskiréttum og fólk getur borðað eins og það getur í sig látið.
Magnús verður gestur hjá okkur Sirrý spá í dag á Útvarpi Sögu FM 99,4 klukkan 15.
Magnús er fæddur 1960 er því fæddur á ári Rottu.
Hvít rotta 1900 1960 Málmmerki
Hvít rotta er málm rotta. Málmur er kvenkyns vegna þess að það er unnið úr jörð sem er kvenkyns. Samt er málmur talin minna kvenlegur en jörð og vatn. Þrátt fyrir að vera minna kvenlegt merki þá er málmur bæði yang og yin. Litur þess karlmannlega Yang er hvítur og er táknaður sem vopn. Einkenni málms er styrkleiki, sjálfstæði, einbeiting, ákafi, ráðvendni og hraðmælska.
Málmar eru mjög skuldbundnir og áhrifa miklir. Sá sem er fæddur í málmmerki myndi áorka meira ef hann væri minna þvermóðskufullur, viðurkenndi breytingar og í auðmýkt losaði sig við fortíðina. Þessir eiginleikar málm rottu gera hana kraftmikla og stórbrotna manneskju sem áorkar miklu. Þess vegna verður hún oft fyrir aðkasti fólks sem öfundar hana og fer upp á móti henni. Málm rotta fær alltaf bestu samningana og leggur allt í sölurnar til vinnings. Í málm rottu sameinast allt það besta og það vesta sem einkennir rottu. Frumefni rottu er vatn málmur er foreldri vatns og inniheldur vatn sem er til góða fyrir málm rottu. Hún getur auðveldlega náð árangri og því takmarki sem hún ætlar sér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 09:04
Ísland er ekki réttarríki.
Ísland er einsog lítið líkan af Sikiley. Hér á Íslandi haga menn sér einsog mafían á Sikiley.
Eini ljósi punkturinn er Ríkisútvarpið og ber okkur að þakka fyrir að ekki var búið að einkavæða það. Fréttablaðið er ekki með. Minnir einna helst á Morgunblaðið fyrir 38 árum.
Það er ekki gott ef það á að hefta Ríkisútvarpið með því að taka af því auglýsingatekjur.
Sem betur fer er lítið líkt með ríkisvaldinu og Ríkisútvarpinu.
Ríkisvaldið er gjörspillt. Þar eru feður látnir rannsaka syndir sona sinna og hafa til þess vottun frá sjálfum Dómsmálaráðherra. Hæstiréttur var handvalinn af núverandi Seðlabankastjóra, sem er guðfaðir einkavæðingu bankanna.
Góðir íslendingar, gleymið því að það sé til réttlæti á Íslandi. Þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þá sögðu Danir að það yrði tvennt sem við gætum ekki ráðið við, dómsmál og fjármál. Það hefur svo sannarlega komið í ljós að það var rétt hjá þeim.
Móðir mín sagði við mig þegar ég var lítill, það er ljótt að stela en ef þú ætlar að stela, þá steldu nógu miklu, því þú kemst upp með það.
Þessa stundina er eini ljósi punkturinn fréttastofa Ríkissjónvarpsins. Látum ekki ráðamenn múlbinda hana.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 08:26
Fegurð og heilsa
Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu FM 99,4 milli 15 og 16 í dag.
Í þættinum í dag verður fjallað um hvernig maður byggir upp líkamlegt þrek með því að nota herbalife . Gestur þáttarins verður Hanna Kristín Diðriksen. Tugþúsundir íslendinga hafa nota Herbalife með góðum árangri undanfarin ár og verður því fróðlegt að heyra frá Hönnu Kristínu um þær nýjungar sem eru í boði hjá þeim.
Þá kemur í þáttinn Hildur Inga Björnsdóttir til að segja okkur frá námskeiði fyrir einstaklinga til að móta sinn persónulegan fatastíl sem skilar sér í markvissari fatakaupum og auknu sjálfstrausti. Þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu með því að útbúa sína persónulega vinnubók þar sem styrkleiki hvers og eins er undirstrikaður. Athygli vert fyrir þá sem vilja breyta um og bæta ímynd sína. Þið getið séð nánar um Hildi á www.xirena.is
Munið að það er hægt að hlusta á Útvarp Sögu á netinu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 07:49
Tónleikar á Kaffi Rót
Kaffi Rót er kaffihús í Hafnarstræti þar sem áður var Kaffi Tomsen .
Þetta er ódýrasta kaffihúsið í bænum með vinarlegum gamaldags innréttingum.
Á laugardagskvöld verður Ómar Diðriksson trúbador með tónleika þar. Ókeypis verður á tónleikana og allir velkomnir
Á Kaffi Rót ræður ríkjum Ester Rós Björnsdóttir em hún er gestur hjá Sirrý spá og mér í dag á Útvarpi Sögu FM 99.4. Þar mun Sirrý spá fyrir henni og ég skoða hvar hún er í kínverskri stjörnuspá.
Ester er fædd 23.06 88 og er því dreki. Nánar tiltekið gulur dreki
Dreki er eitt sterkasta og gæfu ríkasta merkið í kínverska dýrahringnum. Hjartahlýr og hvatvís, eldheitur ákafi hans gerir hann langt frá því að vera óaðlaðandi. Þetta gefandi hæfileikaríkt og fastheldið merki sem veit nákvæmlega hvað það vill og hefur staðfestu til að fá það.
Gulur dreki, 1988 Jarðmerki
Gulur dreki er jarðar dreki. Karlmannlegur Yang krafturinn er táknaður með hæð. Þeir sem eru fæddir á gulu ári hafa hæð eða fjall sem tákn. Eiginleikar jarðarmerkis að það inniheldur jafnvægi, heiðaleika, iðni, fyrirhyggju, áreiðanleika, gæsku og trúmennsku. Þessir eiginleikar jarðmerki eru ríkari í dreka fæddum á gulu ári heldur en í öðrum merkjum. Jarðmerkið heldur dreka á jörðinni. Fólki í þessu merki er í jafnvægi, hagsýnt, áreiðanlegt, vinnu-og hluttekningar samt, heiðarlegt, vingjarnlegt og hyggið. Jarðmerki kunna að meta vináttu. Hver einstaklingur í þessu merki hugleiðir og er athugul. Það er þeim nauðsynlegt að næra sjálfan sig, líkamlega, andlega og tilfinningarlega. Þar sem að frumefni dreka er viður þá hefur áhrif að jörð gefur af sér næringu til viðar. Því er fólk í þessu merki rólegra og kerfisbundnara, íhugandi og meira raunsæisfólk en aðrar drekar. Þeir hugsa vel um vini sína, frábærir elskhugar og traustir fjölskyldumeðlimir.
Í læknisfræði Taóismans þá eru líffæri jarðar magi og milta. Jarðar merki ættu að forðast fæðu sem egnir magann því það er hugsanlegt að þeir hafi vandamál með brjóstsviða og meltingartruflanir. Vandamál í milta getur valdið ónæmiskerfinu vanda við upptöku næringarefna. Þar sem sætindi eru tengd jörðinni þá er ekki ólíklegt að þeir sem eru fæddir í þessu merki séu með sætinda tönn. Þeir ættu því að reyna að forðast of mikið sælgæti og eftirréttinn. Maga vandamál og ójafnvægi sést í andliti á slakri línu undan nefi að ytra munnviki.
Ef þið viljið vita meira um Ester Rós þá hlustið á útvarp Sögu FM 99,4 milli 15 og 16 í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 08:59
Sítt hár eða stutt
Það getur verið að það sé í tísku að vera með stutt hár og ég er viss um að allar konur líta vel út með stutt hár en ef ég á að vera heiðalegur þá er það ekki það sem karlmenn vilja.
Með öðrum orðum þetta er ekki sexí. Rannsóknir sýna að 90% af karlmönnum finnst sítt hár á konum sexí. Þeirra drauma brúður er með sítt hár.
Ætli konur að geðjast karlmönnum þá ættu þær því að gleyma því að klippa þig stutt, þeir vilja sítt hár. Það er tvær hárgreiðslur sem þeir elska. Sítt liðað hár og uppsett hár með síðum lokkum niður. Það er staðreynd að meiri hluti karlmanna vilja konur með sítt hár.
Hvers vegna láta konur samt klippa sig stutt? Til að sýna sjálfstæði? Til að sýna öðrum konum að þær þori.? Eða bara af því þeim finnst það flott. Því miður eru margar konur sem bera sig saman við aðrar konur og vilja gera þeim til geðs frekar en eigin mökum.
Persónulega finnst mér stutt hár flottara og meira sexí. Ég lít á sítt hár sem hráefni sem þarf að móta og vinna úr. Rannsóknir sýna líka að karlmönnum finnst sítt hár fráhrindandi ef það er ekki móta og vel hirt. Hárgerð, andlitsfall og persóna skipta líka miklu máli. Sumar konur bera alls ekki sítt hár og öfugt.
Spurningin er bara hverjum vill konan geðjast öðrum eða sjálfum sér. Ég kann best við konur með sjálfstæðan vilja.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 09:49
Á að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum?
Á að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum?
Persónulega þá hefði léttvínsala ekki breytt neinu með mínar drykkjuvenjur því að slík vín voru sem dropi í hafið fyrir mig. Alkóhólisti nær sér alltaf í sinn drykk hvar og hvernig sem selt er. Þegar menn eru í bullandi neyslu þá er fátt sem stoppar þá.
Það er samt sannað að léttvín er oft byrjun í alkóhólisma, endar í sterkum drykkjum og síðan í einhverju en sterkara.
Það er ekki svo vitlaust að skoða það sem Þorbergur Þórðarson skrifaði um lifnaðarhætti í Reykjavík á árunum 1870 -1891.
Áfengisnautn[1]
Áfengisnautn var mikil á þessum tímum. Þá seldu allar verzlanir áfengi, og var það selt kaupendum í blikkmálum. Á árunum 1870 til 1880 mun þriggja pela flaska af brennivíni hafa kostað 35 aura, en 45 til 65 aura á árunum 1888 til 1891. Portvín og serrý kostaði þá (1888 1891) kr. 1.25 til 1.35, en viský og koníak 1.60 til 1.80.
Mest var drukkið brennivín. Kirsiberjabrennivín var og allmikið drukkið. Það var óáfengara en brennivínið. Romm var nokkuð drukkið, mestmegnis í toddý. Einstaka maður drakk það óblandað. Kvenfólk smakkaði varla áfengi, nema þá helzt kirsiberjabrennivín og svo nefnt afbrennt brennivín eða afbrennt romm í veislum. Þá kom það varla fyrir, að kona sæist ölvuð. Svo heldur hann áfram
Sumir karlmenn stóðu við búðarborðiðin mestallan daginn og keyptu brennivín í staupum eða kvartpela eða hálfpela og drukku í búðunum og komu svo fullir heim á kvöldin. Ryskingar í ölæði urðu alloft í búðum. Slagsmál urðu næstum á hverju kvöldi inni í svínastíunni á veitingahúsi Jörgensens ( þar sem nú er Hótel Ísland) og á götunni fyrir utan húsið. Stundum mátti sjá ölóðum mönnum sent út um gluggana, svo að allar rúður brotnuðu.
Ekki var ótítt að menn yrðu að ræflum út af drykkjuskap.
Það er kannski gott að fá þessa sölu í matvöruverslanir og þá verður áfengisvandamálið sýnilegra. Þegar að góðborgarar þessa lands fá vart þverfótað fyrir drykkjumönnum við matar- innkaupin, þá skynja þeir kanski betur þörfina á fjármagni frá ríkinu til SÁÁ.
Það er til háborinnar skammar að þigmenn skuli vera að bera út fagnaðarerindið um frjálsa sölu á áfengi á sama tíma og meðferðarstofnun eins og rekin er af SÁÁ er í fjársvelti og ekki einu sinni á fjárlögum. Ég er á móti boðum og bönnum en ríkisvaldið verður að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem ofneysla á víndrykkju og öðrum vímuefnum hefur.
Alkóhólismi er sjúkdómur sem þarf að , meðhöndla á sjúkrastofnun undir umsjón lækna og hjúkrunarfólks. Það er ekki rétt af yfirvöldum að mismuna fólki eftir eðli sjúkdóms. Allir þeir sem eiga við sjúkdóma að stríða eiga jafnan rétt til umönnunar. Því er fjársvelti SÁÁ og þeirra stofnana sem rekið er af samtökunum óskiljanlegt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikill ávinningur er af því starfi fyrir samfélagið í heild sína. Konur, karlar og börn svo tug- þúsundum skipta eiga afkomu sína og framtíð undir starfi SÁÁ komið. Málið varðar mun fleiri en sjúlingana sjálfa. Ég vona að þingmenn sjái sóma sinn í því að horfa til framtíðar en ekki að senda okkur aftur til 19 aldar. Notum 21 öldina til að viðhalda og auka það mikla starf sem unnið hefur verið í 31 ár af SÁÁ.
[1] Frásagnir eftir Þorberg Þórðarson bls.111
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2008 | 08:01
Hvernig hugsa börn
DR Afi
Afi minn er stór karl og ofsalega gáfaður. Hann er prófessor við Háskólann.
Hann veit svar við öllu.
En vegna þess að hann er svo gáfaður þá skil ég hann ekki alltaf.
Ég skil það örugglega þegar ég er orðin stór.
Það er svo margt hjá þessu fullorðnafólki sem ég skil ekki og ég get varla beðið eftir að verða fullorðinn. Ég spurði afa hvernig hann fékk Dr fyrir framan nafnið sitt og það stóð ekki á svari hjá þeim gáfaðasta í fjölskyldunni.
Í doktorsritgerðinni minni þá skrifaði ég um innflytjendur eða nýbúa þessa lands og aðlögun þeirra að samfélaginu.
Afi var ekki erfitt hjá þér að lifa á meðal þeirra og kynnast því hvernig þeir lifðu.?
Nei, nei, barnið mitt, ég þurfti ekki að kynnast þeim neitt.
Ég notaði bara skýrslur yfirvalda, og fann þannig út hversu mörg prósent þau voru af þjóðinni, hvernig atvinnuhætti þeir stunduðu og hversu há prósenta þeirra skiluðu sér í framhaldsnám og svo kom þetta bara koll af kolli.
Afi þekkir þú þá ekki neinn nýbúa.?
Nei ekki neinn barnið mitt, enda engin þörf á því, þetta er allt skjalfast um þá hjá yfirvöldum.
Afi en varstu ekki fátækur á meðan þú varst að klára þetta nám.?
Nei elskan mín, ég var á námslánum og svo fékk ég rannsóknarstyrk hjá Ríkinu til að gera úttekt á þessu vandamáli sem þeir réðu illa við. Þegar ég var búinn að koma þessu í prósentur þá skildu allir vandamálið mun betur og gátu tekið á vandanum eftir því.
Ég gat síðan notað þessa rannsókn mína í doktorsritgerð mína og fékk fyrstu einkunn. Það þarf nefnilega Akademíska nefnd til að skilja mikilvægi þess að reikna út alla hluti í prósentum og ná þannig yfirsýn yfir samfélagið.
Ég var yfir mig hrifinn af hversu klár hann afi var og vissi að Ísland var heppið að hafa svona sniðugan kall eins og hann.
Hann afi getur örugglega bjargað okkur út úr kreppunni líka.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 08:25
Sam|viska KVK
Ég heyri á hverjum degi um að konur séu samviskusamri en karlmenn.
Ekki nóg með það heldur er sagt bæði í ræðu og riti, konur eru miklu samviskusamari en karlmenn.
Þetta tískuorð er notað nánast í allri umræðu Þetta er orðið eins og viðhengi við allt sem konum viðkemur. Karlmenn nota þetta ekki síður en konur.
Að mínu mati lýsir þetta mikilli minnimáttarkennd og misnotkun á orðinu. Þó orðið samviska sé kvenkyns þá er það ekki einskorðað við konur.
Sagt er:
Konur eru mun samviskusamari en karlar og því lenda þær oftar í aftan á keyrslum á gatnamótum vegna þess að þær fara ekki yfir á gulu eða rauðu ljósi eins og karlar.
Samviskulausir karlmenn keyra því aftan á blessaðar dúfurnar sem eru ekki það samviskulausar að brjóta lögin. Konur hamra á þessu og karlmenn éta þetta eftir þeim eins og hinum heilaga sannleik.
Hvað segir sálfræðin um þetta, eða tilheyrir þetta ekki samviskusamri kvennasálfræði?
Sjálfur hef ég unnið í kvennafagi síðan 1970 og hef komist að þeirri staðreynd að
Maður er samheiti fyrir karl og konu og komist að þeirri staðreynd að einstaklingurinn er persónu en ekki kynbundinn.
Það væri gaman að vita hvaðan þessi vísindalega staðreynd að konur séu samviskusamari en karlmenn sé kominn. Er þetta hin nýja kvennafræði og sannar að Guð getur ekki verið karlmaður hann hlýtur að vera kona. Orðabækur hafa þetta að segja og ég spyr á þetta frekar við um konur en karla nema orðið samviskulaus það virðist eiga vel við um karlmenn.
Þá er spurning hvort karlmenn séum ekki orðnir samviskufangar eða samviskuliðugir.
sam|viska KVK
sálfræði
siðgæðisvörður vitundarinnar;
guðfræði/trúarbrögð
rödd guðs í manninum
vitundin um rétta eða ranga eigin breytni eða um samræmi eða misræmi athafna eða hugsana við gildandi siðareglur.
slæm samviska (þ.e. vegna vondrar breytni)
góð samviska
hafa ekki samvisku til e-s geta ekki fengið af sér að gera e-ð
samviskusamur L
aðgætinn í verki, vandvirkur, sem ætíð reynir að vinna rétt og vel
samvisku·bit HK
tilfinning um að hafa gert e-ð rangt, iðrunarkennd
samvisku·fangi KK
maður sem hefur verið sviptur frelsi vegna skoðana sinna en hefur hvorki beitt ofbeldi né hvatt til ofbeldis til að koma þeim í framkvæmd
fornt/úrelt
skynsamlegur, sem veldur góðri samvisku
samvisku·laus L
sem samviskan sefur í, sem vílar ekki fyrir sér illverk eða iðrast ódáða
samvisku·liðugur L
sem á auðvelt með að sætta samvisku sína við ranga breytni, með teygjanlega samvisku
samvisku·nag HK
samviskubit, nagandi samviska
samviskusamlega AO
vandvirknislega, eftir bestu getu
samviskusemi KVK
það að vera samviskusamur, vandvirkni
samvisku·spurning KVK
spurning um samvisku eða sannfæringu e-s, spurning er svara verður hreinskilnislega
nærgöngul spurning
Dæmi nú hver fyrir sig.
TG
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 09:26
Rakstur og klipping
Það má segja að hárskurður og hárgreiðsla hafi fylgt mannkyninu frá upphafi.
Í samfélögum manna hefur alltaf verið lögð áhersla á hár. Hvað konur snertir hefur þetta verið samkeppni um, að hafa hárið náttúrulegt eða yfirmáta listrænt og gervilegt. Hjá karlmönnum hefur þetta aftur á móti verið spurning um sítt eða stutt hár, ef stutt, þá hversu stutt, skegg eða ekki skegg. Þetta hefur endurtekið sig aftur og aftur í sögunni og oft valdið deilum. Sumir halda að tíska sé eitthvað sem komið hafi upp á okkar tímum, en, tíska og tísku sveiflur hafa alltaf verið til . Hár hefur verið talið mikilvægt sérstaklega hvað varðar trúarbrögð og hjátrú. Fyrir botni Miðjarðar hafsins eru til skráðar heimildir um kjaftasögur á rakarastofum frá því um 1800 f.k..
Eitt af skyldum rakara á þeim tímum var að fjarlægja öll hár sf líkamanum. Einnig klipptu þeir neglur. Allt hafði þetta sinn tilgang vegna trúarbragða þess tíma. Rakarar á þessum tíma nutu virðingar og voru taldir það mikilvægir að þeir vöru skráðir í stjórnkerfi konungs ásamt þeim sem sáu um sölu , lögfræði og skattheimtur. Þá eru til heimildir um að þeim hafi verið falið rannsóknarstörf vegna þjófnaðar. Segir í skjölum að Tveir rakarar hafi verið skipaðir til að rannsaka þjófnað á fimm uxum. Á þessum tíma er ekki um að ræða skiptingu í rakara og hárgreiðslu.
Rakarar urðu almennir í Grikklandi um 500 f.K og í Róm um 296 f.k. Hjá þessum þjóðum var hár og skegg tákn um karlmennsku og hreysti og allt að því heilagt. Hjá Gyðingum var skegg tákn um karlmennsku og að klippa annars manns skegg þótti ofbeldisverk.
Í dag er rakarinn ekki síður mikilvægur en í upphafi mannkynsögunnar. Því miður fer þeim fækkandi sem vilja kalla sig rakara en samt er nokkrar gamaldags rakarastofur til á landinu, þar sem gömul gildi rakarans eru í hávegum höfð.
Klipping, rakstur og snyrtimennska er nauðsynlegur þáttur í því að menn haldi í sjálfsvirðingu sína og ímynd
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)