Færsluflokkur: Lífstíll

Raggi og Ragga á Útvarpi Sögu í FM 99.4

Gestir mínir í dag eru Ragnar Bragason og Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson.Ragnar að frumsýna eitt en snilldarverkið um jólin og Ragnhildur að byrja á nýrri heimildar mynd.Verk Ragnars eru hrein listaverk og hefur hann sópað til sín verðlaunum fyrir þau. Þjóðinn býður með öndina í hálsinum eftir nýjustu mynd Ragnars , Bjarnfreðarson sem frumsýnd verðum um Jólinn.Ragga sem var vinsæl dagskrárgerðarkona á Bylgjunni er nú að fara að gera sína aðra heimildarmynd. Hún vakti einmitt mikla athygli fyrir mynd sína From  Okland to Iceland. Allir að stilla á FM 99,4 eða www.utvarpsaga.is klukkan 15 – 16 í dag Þorláksmessu. 

Jakob Bjarnar og feitar konur.

Gestur minn í þættinum Fegurð og heilsa á Útvarpi Sögu miðvikudag, verður  Jakob Bjarnar Grétarsson. Hann var í hljómsveitinni Kátir piltar sem sungu um að þeir væru ofsóttir af feitum konum. Jakob mun ræða við okkur um þetta skemmtilega lag en það er eftir guðfræðinemann Davíð Þór Jónsson og textinn líka. (http://textar.midja.is/textar/prentv.asp?ID=1347&Tran=)

Þá er Jakob  nýbúinn að vera á námskeiði í að brýna rakhnífa þar sem hann var bæði nemandi og fórnarlamb raksturs með alvöru rakhníf eins og sjá má hér. http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/37764

Einnig verður gestur þáttarins Halldór S Kjartansson sem er að flytja inn Wilkinson rakvélar og blöð. Undan farin ár hefur Gillette verið með einokun á rakvélamarkaði hér á landi og mönnum þótt nóg um verðlag á þessum nauðsynlegu verkfærum fyrir menn sem vilja vera vel rakaðir. Wilkinson var vinsælt hér áður fyrr á Íslandi en hefur ekki fengist hér í langan tíma. Er Wilkinson verðugur keppinautur Gillette? Allt um þetta í þættinum klukkan 15 til 16 miðvikurdaginn 9.12.09 á www.utvarpsaga.is og FM 99,4  

Karlmennskan í sinni bestu mynd og Valdimar Tómasson með ljóðahorn sitt.


Á ég að vita hver er í hvaða liði?

Íþróttafréttamenn lifa í eiginn heimi. Hvernig á ég að vita hver er leikmaður Liverpool eða Birmingham? Væri ekki réttara að geta þess svo fréttin gagnist þeim sem lesa?

Kannski ætti ég bara að halda mig við hárgreiðsluna og vera ekki að lesa fréttir fyrir fótbolta áhugamenn.


mbl.is Walton refsað fyrir vítaspyrnudóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómas Hermannsson á Útvarpi Sögu í dag.

Gestur minn í dag á Útvarpi Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  er bókaútgefandinn Tómas Hermannson. Þrátt fyrir að vera ungur að árum er Tómas kominn í harða samkeppni við stór útgefendur sem hafa áratuga reynslu af bókaútgáfu. Hver er þessi ungi maður sem ekki aðeins gefur út bækur heldur skrifar þær líka. Bókin sem hann er að gefa út um Magnús Eiríksson er einmitt skráð af Tómasi sjálfum.

Ég ræði  við Tómas Hermannsson, um hann sjálfan og bókina Reyndu aftur, ævisögu Magnúsar Eiríkssonar. Tómas fór á rúntinn með Magnúsi og setti gamalt upptökutæki í gang og þeir spjölluðu saman um ævi Magnúsar.

Fróðlegur þáttur og að sjálfsögðu heyrum við nokkur lög Magnúsar

Útvarp Saga FM 99,4 klukkan 15 í dag

 

Sigurður Pálsson á Útvarpi Sögu FM 99,4

Á vef  Þjóðleikhúsið / segir um Sigurður PálssonSigurður Pálsson hóf feril sinn sem ljóðskáld og leikritahöfundur en auk þess hafa komið út eftir hann þrjár skáldsögur. Minnisbók kom út 2007 og fyrir hana hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Einnig hefur Sigurður þýtt rúmlega tuttugu verk úr frönsku og tvö leikrit eftir Arthur Miller. Sigurður er eitt þekktasta leikskáld okkar. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit hans Edith Piaf við miklar vinsældir á Stóra sviðinu frá vori 2004 til ársloka 2005. Sigurður Pálsson var valinn borgarlistamaður 1987, fékk bókmenntaviðurkenningu Ríkisútvarpsins 1999 og fékk bóksalaverðlaunin í flokki ljóðabóka fyrir Ljóðtímaleit 2001. Ljóð námu völd var tilnefnd til Norðurlandaverðlauna 1993, Ljóðlínuskip var tilnefnd til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna 1995, Ljóðtímaleit til sömu verðlauna 2001 og Minnisbók 2007, en fyrir þá bók hlaut hann verðlaunin. Menningarmálaráðherra Frakklands veitti Sigurði Riddarakross af Orðu bókmennta og lista árið 1990 (Chevalier de l'Ordre des Arts et des Lettres). Frakklandsforseti sæmdi hann Riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar árið 2007 (Chevalier de l’Ordre National du Mérite).Það verður gaman að hlusta á þennan snilling á Útvarpi Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  í dag klukkan 15.

Vilborg Dagbjartsdóttir skáld á Útvarpi Sögu FM 99,4

Hið ástsæla skáld, rithöfundur og kennari Vilborg Dagbjartsdóttir verður gestur minn á Útvarði Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  í dag klukkan 15.Bókmenntavefurinn hefur þetta að segja um Vilborgu:
Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Hún fór í leiklistarnám til Lárusar Pálssonar árið 1951 og var síðan í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist frá 1952-1953. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla um árabil en hefur nú hætt kennslu. Eftir hana liggur fjöldi rita fyrir börn, bæði sagnabækur og námsefni, auk ljóðabóka. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 - 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 - 1979. Vilborg hefur verið mikilvirkur þýðandi og starfað ötullega að málefnum barna. Hún var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970. Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Vilborg var gift Þorgeiri Þorgeirsyni sem nú er látinn. Hún á tvo uppkomna syni. Hún býr í Reykjavík.

Munið að stilla á Útvarp Sögu og hlusta á þessa frábæru baráttu konu.          

Þórainn Tyrfingsson á Útvarpi Sögu í dag

Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ verður gestur minn á Útvarpi Sögu FM 99,4 klukkan 15 í dag. Framundan er mikill niðurskurður til Sjúkrahúsins Vogs og stefnir það starfseminni í voða.

 

Mætum síðan öll á samstöðu- og baráttufund SÁÁ í Háskólabíói í kvöld miðvikudaginn 7. október klukkan 20:00. Sláum skjaldborg um áfengis- og vímuefnameðferðina. Húsið opnar klukkan 19:00.

 

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, verður sérstakur gestur fundarins.

 

Tónlistaratriði í hæsta gæðaflokki.

- Agent Fresco

- Retro Stefson

- Einar Ágúst

- Jóhann Friðgeir og Jónas Þórir

- Karlakórinn Fóstbræður

 

Fundarstjórar verða Solla Eiríks og Tolli Morthens

 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Stillið á Útvarp Sögu FM 99,4 eða www.utvarpsaga.is og hlustið á Þórarinn í dag milli 15 og 16.


Ásta Kristín Sýrusdóttir og Purity Herbs.

Ásta Kristín Sýrusdóttir  verður gestur minn á Útvarpi Sögu FM 99,4 miðvikudaginn 30 sept. á milli 15 og 16.

Purity Herbs var stofnað á Akureyri 1994.  Stofnendur þess voru Ásta Kristín Sýrusdóttir og André Raes. Núverandi eigandi er Ásta Kristín Sýrusdóttir.

Fyrirtækið óx og dafnaði og er nú rekið af  Ástu Krístínu af miklum myndarskap. Lítil fyrirtæki eins og Purity Herbs er það sem koma skal fyrir okkur Íslendinga. Ekki aðeins að þessar frábæru vörur séu góðar fyrir okkur íslendinga heldur er þetta góður kostur í framleiðslu á vöru til útflutnings og gjaldeyrisöflunar fyrir landið. Til hvers að flytja inn það sem við höfum nóg af. Hreint íslenskt fjallavatn er notað í Purity Herbs vörurnar.
Einstök samasetning af ólíkum náttúruefnum gerir vörurnar einstakar. Vörurnar eru unnar úr handtíndum lífrænum og náttúrulegum íslenskum jurtum.
Yfir 40 mismunandi tegundir af jurtum eru notaðar í framleiðsluna. Einungis sá hluti af jurtinni sem nota á er klipptur af, restin fær að vaxa áfram.
Virðing borin fyrir náttúrunni með alúðlegri umgegni.
Engin kemísk (gervi) efni notuð í kremin og olíurnar frá Purity Herbs.
Engin ilmefni eru notuð, einungis hreinar kornkjarnaolíur.
Rotvarnarefnin eru náttúruleg.
Gamlar hefðir ásamt nútíma þekkingu blandað saman til að ná sem bestum árangri.

Hlustið og fræðist á Útvarpi Sögu 99,4 og www.utvarpsaga.is



Spá fyrir árið 2009 ár jarð UXA (Ji Chou)

 

Þetta er spá sem ég gerði fyrir árið 2009 í janúar og birti þá

 Það er fróðlegt að skoða hvað af þessu hefur komið fram

Máttarstólpi ársins 2009 er UXI. Sumir kínverskir stjörnufræðingar telja ímynd  jarðar UXA vera frosið eyðiland, það er kalt, harðgerð jörð og þar er enginn gróður, enginn hreyfing, algjör stöðnun. Það er því ekki furða þó Ísland og freðmýrar Síberíu komi upp í hugann.

 

Sé nota að myndmál til að lýsa þessu ári þá er um að ræða algera stöðnun, engin hreyfing. Stöðnun, deyfð, óhreyfanleiki, frestun, dráttur, seinlæti, „“status quo“ engar breytingar. Þetta eru bara nokkur lykil orð fyrir  2009, sem má heimfæra upp á sambönd. Fólk í sambandi mun ekki vera tilbúið í að rugga bátnum heldur sætta sig við óbreytt ástand. Sambönd  sem ætti að færa á hærra plan gera það ekki og vonlaus sambönd munu lognast út af hægt og rólega. Eftir anna samt ár rottu mun allt verða í tómarúmi án þess að vera, það er bara ástand og á langt í land með að ná sér upp úr því í eðlilegt jafnvægi.

 

Jarðuxi grefur, felur, hylur og bælir. Frumefni málms og vatns sem stjórnar tilfinningum og hugsun, er grafið í jörðu. Fólk mun halda tilfinningum og hugsunum fyrir sig sjálft. Þetta mun leiða til þess að ást verður óendurgoldin og ósýnileg. Sambönd munu því verða ófullnægjandi og án uppgjörs. Þar sem að árið er Yin að náttúru mun fólk ekki gera neitt í málum sínum. Það mun verða stöðnun. Árið er samt ekki alslæmt, því fyrir þá sem eru harðduglegir og útsjónasamir þá eru miklir möguleikar og tækifæri. Þá verður þetta góður tími fyrir andleg málefni og möguleiki á að nýjar uppfinningar eigi sér stað.

Ný sambönd 2009 mun líklegast verða á milli fólks sem er með flókna fortíð leyndarmál og beinagrind í fataskápnum  eða fólks sem er með öryggiventil á tilfinningum og hugsunum.  Vandamál þessi og leyndamál  munu koma fram í apríl, júlí, október 2009 og að lokum í janúar 2010. Það er því nauðsynlegt fyrir þá sem stofna til sambanda 2009 að búast við ný leyndamál komi í ljós á þessum tímum sem munu valda vanda í samböndum. Þeir sem byrja samband 2009 verða að gera ráð fyrir að það sé ekki allt á yfirborðinu og viðkomandi sé ekki tilbúinn að koma hreint fram strax.

Það verður ekki auðvelt að enda langtíma sambönd á þessu ári. Hjónaskilnaðir munu dragast á langinn og tilfinningaríkt ástand þar sem náttúra vatns og málms stangast á. Vatn er tilfinning og hugsun en málmur  réttlæti og sanngirni. Vatn og málmur eru bæði grafinn í jörðu. 2009 er ár jarðar uxa. Því verður allt sem grafið undir pappírs fjöllum, seinkunnum  og  seinlæti. Fólk mun hanga saman án þess að vita hvað á að gera. Eina stundina vilja þau skilja og aðra ekki.

Eldur er nauðsynlegur, mest eftirsóttasta frumefnið. Þar sem leyndamál og byrgðar tilfinningar virðast verða einkennandi fyrir 2009. Þá þarf fólk að taka til sinna ráða og reyna eitthvað nýtt. Lausnin er ekki að leyta eitthvað annað ef sambandið er fúlt og bragðdauft. Grasið er ekki grænna hinum megin við ánna. Fólk verður að reyna að finna ástina hjá sjáfum sér ekki annars staðar.

 Það er nokkuð víst að 2009 verður meira á andlega sviðinu heldur en því líkamlega. Fólk verðu að ná saman sem vitsmunaverur en ekki sem kynverur. Kynhvötin mun koma af sjálfum sér en fyrst verður fólk að kveikja eldinn. Eldiviðurinn er huglægur.

 Lykillinn að viðhaldi ástarsambanda er einfaldur. Framlengið víxil ástríðunnar.

Skoðið hvað það var sem dróg ykkur hvort að öðru? Hver var ástríðan sem skapaði samband ykkar og batt ykkur saman? Sé sambandið staðnað, þreytt og virðist ekki stefna neitt, þarf að blása í það nýju lífi og orku. Finnið ykkur ný sameiginleg áhugamál sem geta bundið ykkur traustari böndum. Leitið eftir eldi sem glæðir kulnaðar glóðir.

 Sækið námskeið, farið í dans, athugið félög sem eru um frumspeki, huglæga og óhlutbundna þekkingu og opnið hug ykkar fyrir nýjum viðhorfum.

Síðasta jarð ár uxa 1949

Fyrir 60 árum síðan var síðast jarðar ár uxa. Þá var erfiður tími á íslandi. 31 mars þá varð frægir slagurinn á Austurvelli 31 Alþingi samþykkti inngönguna í Nato og allt varð vitlaust.  Táragasi beitt á Austurvelli og Hvítliðar kallaðir út. Kosningar urðu  þetta ár og Bjarni Benediktsson varð ráðherra í stjórn Ólafs Thors, en þetta var flokkstjórn Sjálfstæðisflokks. Sú stjórn var skammvinn eða þar til stjórn Steingríms Steinþórssonar  tók við 1950.

 


MSM vinnur kraftaverk.


MSM ( METH-əl-sul-FON-il-METH-ane) er eitt mest selda fæðibótaefni í heiminum í dag en fæst leyft á Íslandi. Hægt er að kaupa það á netinu án erfileika því það er viðurkennt í öllum löndum í hringum okkur og talið gera kraftaverk. Það er talið ólíklegt að það finnist margar manneskjur í dag sem ekki eiga við skort á brennisteini að stríða. Mataræði og lífstíll hefur gert það að verkum að nútíma maðurinn þjáist oft illilega af skorti á brennisteini. Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um þetta og er helst að nefna The miracle of MSM the natural solution for pain. The power of MSM  og Your Body´s repair kit MSM. Allr þessar bækur sýna fram á sannanir um hvernig MSM byggir upp líkamann.

MSM er þekkt fyrir að vinna gegn slitgigt (Osteoarthritis (OA) og öðrum verkjum í  liðamótum vegna þess hvað það hefur hátt hlutfall af brennisteini sem er eitt af aðal uppbyggingarefni liðamóta.

Hvað veldur verkjum í liðarmótum? Slitgigt (OA) og líkamlegt álag leiðir til verkja og bólgu í liðamótum. MSM hefur sýnt fram á að það dregur veruleg úr verkjum hjá þeim sem eru með slitgigt. Þá hefur það komið fram í tilraunum á dýrum að það dregur úr bólgum.

Slitgigt(OA) er nær því alheimsvandamál hvað varðar öldrun hjá hryggidýrum. Yfir 40 milljónir Ameríkanna þjást af  hrörnunar í liðamótum þar af eru 80% þeirra yfir fimmtugt.  Á sjöunda áratugnum var slitgigt nánast alþjóðleg, með hæðst sýkingartölu allra sjúkdóma.

Liðamót sýkt af slitgigt verða að þola ójafna þyngd, sem veldur vandamálum við að standa undir þyngd mannsins. Brjóskið (búið til úr frumum sem kallast chondrocytes) byrjar að byggja upp vörn gegn ójöfnun sem myndar úfinn og  afmyndað yfirborð liðar. Liðurinn upptendrast  og hættir að virka mjúkur, en í staðinn hnoðast gróp og kúla ójöfnum núningi með útvexti brjósks og beins sem kallast osteophytes.( bein spori) Þessi breyting veldur ertingu, örvar brjósk framleiðslu og bólgu. Við þetta fer í gang hringrás hrörnunar. Vísindin hafa átt erfitt með að finna lækningu á þessu sjúkdómi aðra en að draga úr einkennum 

Íþróttarmeiðsl,  tennis olnbogi, og sinabólga sem hafa bólguáhrif í hringum mjúkavöðva við liðamót. Bólgur þessar geta orðið krónískar vegna álags og ónógrar eftir slökunar, sem veldur sömu einkennum og slitgigt, særindum, stífleika og staðbundnum verkjum.

Gildi brennisteins gegn verkjum í liðamótum.

MSM  er talið skila brennisteini til líkamans á nothæfan hátt. Brennisteinn viðheldur uppbyggingu vefja og krossbanda í gegnum brennisteinstvíyldi. Brennisteinn eykur styrkleika liðamóta. MSM inniheldur mikið magn af brennisteini eða um 34 % . Talið er að það sé þörf á að rannsaka meira hvernig mannslíkaminn upptekur brennistein frá MSM, en rannsóknir á músum og hestum hafa sýna fram á að brennisteinn úr MSM kemst örugglega í próftein og liðamótavefi. Mælt er með inntöku á um 1500 til 6000 mg á dag. Þetta er byggt á rannsóknum sem hafa verið gerðar gegn slitgigt í hné. Sumir telja sig verða vara við bót eftir eina viku en eðlilegt er að það taka minnst 3-4 vikur að hafa áhrif. Hægt er að taka MSM á þrjá vegu með inntökum, áburði og sprautum. Ekki er ráðlagt að sprauta nema það sé læknimenntað fólk sem gerir það.

MSM— ákjósanlegur stuðningur við árangur í íþróttum og bata eftir íþróttameiðsl. MSM er náttúrulegt bætiefni sem gefur líkamanum lífsnauðsynlegan brennstein og  metýl sem þarf til viðhalds og uppbyggingar. MSM er lofað af atvinnumönnum jafnt sem leikmönnum í íþróttum sem næringarefni sem eykur árangur og bætir skaða á vefjum og liðamótum. Það er skaðlaust til inntöku langtímum saman án sýnilegra eitrunar. Útkoman er sú að íþróttamenn hafa fengið bættan árangur og verkjalausan bata án þessa að óttast aukaverkanir.

Brennisteinn: lykillinn að heilbrygðum stoðvefjum (bindivef)

Íþróttaiðkun getur byggt upp styrk, þrek  og líkamshreysti. En eykur einnig hættu á minniháttar meiðslum og veldur miklu álagi á liði, sinar, liðband og stoðvefi. MSM getur ekki aðeins lagað heldur einnig verið forvörn til styrkingar og minnkað þannig líkur á meiðslum.

Metýl : Kyndir undir efnaskipti

Efnaskipta framleiðsla líkamans frá framleiðslu á orku til samruna hormóna er undir metýl flokkum kominn. Metýl flokkar innihalda eitt kolefnis- og þrjú vetnis atóm (CH3) Þau flytjast á milli mismunandi lífsameinda í einskonar stjórnunar útbreiðslu. Næringarefni sem taka til sín metýl flokka ( það er folic acid, vitamin B12, trimethylglycine,( Betaine, TMG, glycine) S-adenosylmethionine, MSM) eru talin hafa mikil áhrif á heilsu og langlífi.

MSM fyrir íþróttarmeiðsl

Á hverju ári eru þúsundir íþrótta manna sem þjást af meiðslum eða liðamóta hrörnun. Flest þessara meiðsla hafa einkenni eins og verki, roða, hita og bólgu, sem eru hin fjögur einkenni þrota (inflammation). Algengasta meðferðin er einföld, eins og hvíld, kæling, vafningar og upphækkun. Fyrir bráða meiðsli þá er MSM mjög góður kostur til að flýta fyrir hjöðnun þrota og verkja ásamt því að tryggja varanlegan bata. Þegar skemmdir verða á mjúkum vefjum í líkamanum, þá er líkaminn vanur að lækna sig sjálfur af því. Brennistein í líkamanum gegnir þar lykil hlutverki að stuðningsvefir  haldi og endurnýja sig. MSM er ríkt af lífrænum brennsteini til viðhalds fyrir líkamann.

 

The official website of the

MSM - Medical Information Foundation

A non-profit organisation located in the Hague, Netherlands

www.msm-info.nl

 

·         Hversu öruggt er  MSM?

·         MSM er taklið vera eitt af minnst eitraða efnið  líffræðilega eða mjög líkt vatni.

·         Þegar það var gefið sjálfboðaliðum, kom ekki fram nein eiturefna áhrif þrátt fyrir inntöku á 1 grammi á hvert kíló miðað við líkamsþyngd á hverjum degi í 30 daga

·         0,5 grm á kíló af líkamsþyngd af MSM var sprautað í æð 5 dag vikunnar sýndi engin mælanleg eitrunareinkenni hjá fólki.

·         Bannvænn skammtur af MSM ú músum er 20 grm á kíló Engin rannsókn hefur sýnt ofnæmisviðbrögð við inntöku á MSM.

·         Óbirt skýrsla frá Oregon Health Sciences University sýnir að yfir 6 mánaðar tímabil neyslu á MSM var ekki um nein eiturefna áhrif að ræða  hjá um 12000 einstaklingum sem tóku 2 grm af MSM á dag.

·           

·         Einkenni eitrunar.

·         Flest allir fá enginn einkenni eitrunar af MSM inntöku.

·         Einstaka geta fengið væg einkenni eins og niðurgang, útbrot, höfuðverk og þreytu einkenni. Eftir viku inntöku þá hverfa þessi einkenni. Um innan við 20% finna til vanlíðan en oftast er það vegna hreinsunnar eiturefna úr líkamanum og er þá oftast nóg að auka skammtinn og flýta þannig fyrir losun eiturefna úr líkamanum. Við það hverfa einkennin.

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband