23.10.2008 | 08:45
Fegurð og heilsa
Í dag verður þátturinn Fegurð og heilsa á dagskrá Útvarps Sögu FM 99.4 og á netinu www.utvarpsaga,is . Í þættinum verða góðir gestir og má þar fyrst nefna Eirík Jónsson (55) blaðmann og ritstjóra. Eiríkur ætlar að sýna okkur sitt rétta andlit í orðsins fyllstu, því hann fór í andlitsbað í Landcome Snyrtimiðstöðina í gær. Það verður fróðlegt fyrir hlustendur að hlusta á Eirík segja frá þessari lífsreynslu sinni.
Kynþokki eykst með aldrinum sérstaklega hjá karlmönnum. Í Tímaritinu Cosmo var nýlega sagt frá könnun um hverjir væru kynþokkafullir af karlpeningnum. Þar var ekki neitt sem kom á óvart því það hefur lengi verið sagt að karlmenn verði kynþokkafyllri með aldrinum en konur ekki. Flest allir karlmennirnir voru yfir 30 og jafnvel 40. Topp tíu listinn yfir mest sexý karlmenn er:
- Johnny Depp 45
- George Clooney 47
- Jake Gyllenhaal 27
- Daniel Craig 40
- Brad Pitt 44
- James McAvoy 29
- Justin Timerlake 27
- Will Smith 40
- David Beckham 33
- Wentworth Miller 36
Það væri fróðlegt að sjá svona lista hér á Íslandi og eflaust myndi Eiríkur skora hátt sérstaklega eftir andlitsbaðið sem hann fékk í gær. Það er nauðsynlegt fyrir karlmenn að hugsa vel um útlitið og fara í andlitsbað reglulega.
Þá mun mæta í þáttinn hún Guðný (60+) frá Heilsubúðinni í Hafnarfirði en hún er fróð kona um heilsubótarefni. Hún mun leggja sérstaklega áherslu á að við verðum að byggja upp líkaman fyrir komandi vetrar flensur og efni til að draga úr streitu.
Fyrsti vetradagur er næsta laugardag og því ekki seinna vænna fyrir fólk að huga að heilsu sinni fyrir veturinn sem á eftir að verða mörgum erfiður. Það þarf góða heilsu og andlegt jafnvægi til þess að takast á við það sem framundan er í leik og starfi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 08:25
Að skyggnast inn í sálina
Í dag verð ég og Sirrý spá með þátt á Útvarpi Sögu FM 99,4. Þátturinn er á milli 15 og 16 eins og alltaf á miðvikudögum. Hlustendum er velkomið að hringja inn í þáttinn og fá spádóm Sirrýar. Síminn er 588-1994.
Aðal gestur þáttarins að þessu sinni verður Guðmundur á Mótel Venus í Borgarfirði. Það er tilvalið á þessum tímum að huga að sálarlífinu og að efla ástina, því er rómantísk helgi á Motel Venus frábær kostur. Eða svo vitnað sé í Örn Arnarson skáld:
Kveð ég hátt, unz dagur dvín,
dýran hátt við baugalín.
Venus hátt í vestri skín.
Við skulum hátta ástin mín.
Andleg heilun er náttúruleg leið til sjálfsþekkingar og að ná réttu sambandi við sjálfan sig.
Aðal stjarna þáttarins er að sjálfsögðu Sirrý spá en hún er ein vinnsælasta spákona landsins. Það er andleg uppörfun fyrir hlustendur að láta Sirrý spá lesa fyrir sig úr spilum.
Sirrý veit engu að síður að framtíðin er auðvitað í þínum höndum. Hún er raunveruleg spákona og er ekki að segja þér hvernig framtíðin á að vera heldur að leiðbeina þér hvernig þú getur náð sambandi við þína eigin sál og tilfinningar. Þannig skaparðu þína eigin framtíð. Sirrý notar skyggnigáfu sína til að leiðbeina. Spádómar hennar vekja upp þitt eigið sálarlíf og hjálpa þér að takast á við lífið.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það er engin rós án þyrna. Þú þarft að læra að hlusta á þína eigin rödd og skynja þannig það sem er innra með þér. Þá færðu þá innró sem þú þarft til að takast á við lífið, grasið er alltaf ekki grænna hinum megin. Máttur sálar þinnar er innra með þér. Þú átt að efla hann og ekki gefa hann frá þér. Láttu ekki aðra stjórna þínum eigin sálarkrafti, það ert þú sem berð ábyrgð á eigin lífi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 12:31
Hvers á almenningur að gjalda?
Heimskuleg viðbrögð ráðamanna eru þau að nú þegar auðmenn hafa sóað öllu og sett allt á hausinn, þá á almenningur að borga brúsann. Ekki nóg með það við eigum að herða sultarólina og hætta að lifa lífinu heldur eigum við að hætta að versla og spara hverja krónu í bullandi verðbólgu.
Já, þeir vilja þjóðarsátt í samningum við verkalýðshreyfinguna. Svo þjóðin geti safnað í sjóði, svo eftir svona 5 7 ár geta auðmenn aftur tekið til við að eyða og spila sig stóra karla á þyrlum og einkaþotum. Þetta gerist alltaf á 7 ára fresti og almenningur er svo nautheimskur að hann heldur að sér höndum og sparar til að þjóðin eigi fyrir næsta fylleríi hjá þessum mönnum.
Það er kominn tími til að fólk fari að hugsa um sjálfan sig. Lifið lífinu og haldið ekki aftur af ykkur. Hver króna sem þið hafið verður hvort sem er tekin af ykkur. Farið út að borða, í leikhús og á tónleika. Njótið þess að vera til. Verslun, veitingarekstur og menningarlíf má ekki stöðvast. Stöðnun í viðskiptalífi verður til þess að landið verður gjaldþrota. Við verðum að lifa eðlilegu lífi áfram til hagsældar fyrir heildina en ekki fá útvalda.
Það þarf að efla innlenda verslun og viðskiptalíf. Eigendur fyrirtækja sjá fram á gjaldþrot ef fólk hættir að taka þátt í því neyslusamfélagi sem við höfum skapað.Við það verður fjöldi manns atvinnulausir og neyðar ástand skapast.
Fólk verður að halda því til haga að Framsóknarmenn ásamt Sjálfsstæðismönnum einkavinavæddu bankana.
Það er mjög gott til að skilja ástandið að lesa Rímur af Oddi sterka eftir Örn Arnarson.
Sagan endurtekur sig alltaf og íhald og framsókn er alltaf samt við sig.
Þetta er mikið þjóðar grand
Þjóðarskútan orðin strand.
Aldrei hefur okkar land
Yfir dunið þvílíkt stand.
Íhald stýrði rangt og ragt
Rak af leið og skemmdi fragt.
Í skuldakví var skútu lagt.
Skömm er endi á heimskra makt.
Framsókn ber einnig ábyrgð í þessum vanda nú eins og áður.
Veldur frekja Framsóknar
fjárhagsleka skútunnar
allar tekjur uppétnar
illa rekin trippin þar.
Íhald lastar Framsókn frekt
Framsókn lýsir íhalds sekt.
Kjaftæðið er kátbroslegt
Kuggurinn lekur eins og tregt
Hér er starf sem heimtar mann
Hugum stóran,
Óbigjarnan, eldrauðan.
Oddur sterki , það er hann.
Það er því spurningin í dag, hver er Oddur sterki okkar tíma?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 08:24
Prufufærsla
Jæja.
Þá er maður farinn að blogga. Ætla að vera með hugleiðingar og ýmislegt varðandi þjóðmálin og auðvitað fagið. Meira síðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)