Bergljót Davíðsdóttir gestur minn á Útvarpi Sögu FM 99.4

 

Bergljót Davíðsdóttir  verður gestur minn í dag kl 15 í þættinum Ég er ekki alki

Þessi frábæra blaðakona er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Þá er ekki loku fyrir það skotið að hún tali um hunda sem ég veit að hún metur oft meira en mannfólkið.

Allir að hlusta á Útvarp Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is  milli 15-16 í dag miðvikudaginn 12 ágúst.

Ath. Að vímuefni bæði lögleg og ólögleg eyðileggja líf milljónir manna á hverjum degi.


Fjóla Einarsdóttir gestur minn á Útvarpi Sögu


Gestur minn á útvarpi Sögu í dag klukkan 15 verður  Fjóla Einarsdóttir stjórnmála- og þróunarfræðingur. Fjóla er verkefnisstjóri  Hjálparsíma Rauða krossins. Hún hefur einnig starfað við hjálparstörf í Afríku og skrifað ritgerð um götur börn þar. Hvað með Ísland og hvernig er ástandið hér. Fjóla er ung kona í erfiðu starfi en gefandi. Það verður fróðlegt að hlusta á þessa áhuga verðu konu og kynnast lífssýn hennar.

Allir að hlusta á Útvarp Sögu FM 99.4 og www.utvarpsaga.is  klukkan 15

 


Unglingar og Verslunarmannahelgi.


Verslunamannahelginn er framundan og víst er að foreldrar kvíða helgarinnar . Ekki síst þeir foreldrar sem tóku hressilega á því sjálfir um þessa helgi þegar þeir voru upp á sitt besta. Hvað gerist í ár? Dópdílerarnir eru að safna að sér byrgðum og Vínbúðirnar auglýsa sig til að verða ekki undir í samkeppninni. Hvar verður barnið þitt um þessa helgi?

Í þættinum „Ég er ekki alki „ á Útvarpi Sögu milli 15 og 16 í dag ræði ég við hressa krakka sem eru að taka þátt í að halda útilegu á vegum SÁÁ að Hlöðum um Verslunarmannahelgina. Þar verða dansleikir og skemmtiatriði í félagsheimilinu alla helgina. Útilega fyrir alla fjölskylduna. U- hópur SÁÁ sem  verður í viðtali á Útvarpi Sögu í dag er opinn meðferðar- og stuðningshópur  sem SÁÁ býður upp á. Nánari upplýsingar um hópinn er að finna á www.saa.is

Útvarp Saga FM 99.4 og www.utvarpsaga.is

 


Mummi í götusmiðjunni á Útvarpi Sögu FM 99,4 og www.utvarpsaga.is, í dag kl 15


Guðmundur Týr Þórarinsson  verður gestur minn  í þættinum „Ég er ekki alki „ í dag kl. 15. Hann er í daglegu tali kallaður Mummi í götusmiðjunni  og þekki vel til vandamála ungafólksins á götunni í dag.

Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára. Meginvandi þeirra sem sækja meðferð í Götusmiðjuna er vímuefnaneysla, afbrot og annar neikvæður og niðurbrjótandi lífsstíll sem ekki er viðurkenndur í samfélaginu.

Það verður fróðlegt að heyra hvað hann hefur að segja um ástandið í dag.

ÚtvarpiSaga  FM 99,4 og www.utvarpsaga.is í dag klukkan 15 til 16. Eina frjálsa útvarpsstöðin.


Ég er ekki alki, á Útvarpi Sögu FM 99,4

 

Þátturinn í dag verður um 12 spora kerfið AA samtakanna. Gestur þáttarins verður Elías Guðmundsson en hann og félagar hans standa fyrir ráðstefnu um 12 spora kerfið í Von Efstaleiti um helgina. Sérstakur gestur og fyrirlesari verður Mickey Bush frá Bandaríkjunum. Mickey Bush er þekktur fyrirlesari og skemmtilegur sem slíkur.  12 spora kerfið er upprunnið frá AA samtökunum og það er hægt að fræðast meira um það á  www.aa.is   

12 spora kerfið er gott kerfi til að byggja menn upp til að takast á við nýtt og heilbrigt líf. Það hafa margir nýtt sér þetta kerfi og það ekki bara gegn alkóhólisma, heldur einnig gegn offitu, eiturlyfjaneyslu, spilafíkn, kynlífsfíkn og fl.

Það er hægt að hlusta á þáttinn á www.utvarpsaga.is  og hefst hann klukkan 15


Erfðabreyttar lífverur á Íslandi - Glæpur eða snilld.

 

Á Útvarpi Sögu FM 99,4 klukkan 15 í dag verður viðtal við Hákon Oddson en hann vill.  

1) Bann á ræktun á erfðabreyttum lífverum á Íslandi, ræktunin skiptist síðan í matvæli og lyfjaplöntur

2) Lögfesta merkingar á innfluttum erfðabreyttum vörum (löngu orðið að lögum í Evrópu) þannig að neytendur geti varist að kaupa og neyta vörunnar

3) Tryggja að innflutt fóður til dýraeldis sé ekki með erfðabreyttu innihaldi og mengi þannig íslenska kjötframleiðslu.

Spurningin er hvort við ætlum að stefna að hruni íslenskrar náttúru eins og bankakerfisins. Bregðast eftirlitsstofnanir okkar, þing og ráðamenn í þessum efnum sem öðrum.

Í þættinum verður einnig Guðný í Heilsubúðinni í Hafnarfirði með sín ráð um bætiefni og lækningarmátt náttúrunnar án erfðabreytinga.

Hægt er að hlusta á www.utvarpsaga.is

 

http://www.facebook.com/group.php?gid=186168320555

http://slowfood.is/vinskolinn/slowfood/gmo/

http://www.erfdabreytt.net/adalsida.asp

 


Hárskerar og hárgreiðslufólk: Laun hækkuðu yfir 50% í fyrra

 Þetta er viðtal við mig í Morgunnblaðinu fyrir 11 árum síðan. Hvað er að gerast á Íslandi í dag? Erum við að stefna í sömu vitleysuna aftur? Lærum við aldrei af fyrri mistökum?
 
Miðvikudaginn 13. janúar, 1988 - Innlendar fréttir

Hárskerar og hárgreiðslufólk: Laun hækkuðu yfir 50% í fyrra


Hárskerar og hárgreiðslufólk: Laun hækkuðu yfir 50% í fyrra

LAUN hárskerasveina hækkuðu um 47% frá byrjun árs 1987 til 1. október, en þá hækkuðu þau um 7,23% til viðbótar, eins og öll önnur laun í landinu vegna verðlagshækkana mánuðina fyrir 1. október. Að sögn Torfa Geirmundssonar, formanns Sambands hárskera- og hárgreiðslumeistara, stafa þessar launahækkanir fyrst og fremst af hækkun á lágmarkslaunum í kjarasamningunum í desember. Það er verðlagsnefnd Sambands hárskera- og hárgreiðslumeistara, sem hefur reiknað þessar launahækkanir út.

Hárskerar og hárgreiðslumeistarar verðleggja þjónustu sína sjálfir og samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunnar hækkaði þjónusta hárskera um 36% að meðaltali á síðastliðnu ári og hárgreiðslustofa um 32,8%. Yfir sama tímabil hækkaði framfærsluvísitalan hins vegar um nálega 24%.

Hárgreiðslumeistarar eru meðlimir í Vinnuveitendasambandi Íslands, en hárskerar standa utan þess. Lágmarkslaun eru nú þau sömu og lágmarkslaun iðnaðarmanna eða rúm 39 þúsund krónur á mánuði og lágmarkslaun nema þau sömu og almennra verkamanna, að sögn Torfa. Í samningum hárskerameista og hárskerasveina var bætt inn hærri töxtum til þess að yfirborganir tíðkuðust síður í greininni. Sagði Torfi að laun hárskerasveins með talsverða starfsreynslu gætu numið um 60 þúsund krónum á mánuði, auk þess sem einhver tegund af bónuskerfi tíðkaðist í sumum tilvikum.

Torfi sagði að Verðlagsstofnun hefði ekki getað gert þær athugasemdir við útreikninga verðlags nefndarinnar að þeir væru of háir og væri jafnvel hið gagnstæða raunin. Þá benti hann á að um 100% munur væri á verði hárgreiðslu- og rakarastofa og 50-60% þeirra væru fyrir neðan það hámark sem gilti ef stofurnar væru ennþá undir verðlagsákvæðum.


Að hætta að reykja með Pétri Einarssyni


Klukkan 15 í dag verður þátturinn Fegurð og heilsa á dagskrá Útvarps Sögu FM 99.4 og á netinu www.utvarpsaga,is . Í þættinum verða góðir gestir og má þar fyrst nefna Pétur Einarsson leikara sem kennir fólki að hætta að reykja.
Góður undirbúningur er lykilatriði þegar þú ætlar að hætta að reykja. Eru reykingar stórt vandamál eða ekki. Pétur segir okkur allt um það.

Þá verður Guðný frá Heilsubúðinni í Hafnarfirði á sínum stað og gefur góð ráð um fæðubóta efni. Við munum sérstaklega taka fyrir MSM

MSM, methylsulfonylmethane (METH-əl-sul-FON-il-METH-ane) gefur brennistein  sem er lífsnauðsynlegur í uppbyggingu liðamóta, brjósks, húðar hárs og nagla, einnig byggir hann upp metýl hópa sem styðja  marga ómissandi lífefnafræðilega framköllun í líkamanum, þar á meðal orkuframleiðslu. Sem fæðubótar efni er MSM tilbúið, en ef það er rétt framleitt þá er það nákvæmlega eins og í náttúrunni. MSM má taka inn eitt sér eða  ásamt öðrum náttúrulegum bætiefnum eins og  glucosamine og chondroitin

Rannsóknir U.S.A hafa sýnt örugg  áhrif á liðamót og eðlilega hreyfingu

 


Útvarp Saga : Ungt fólk og vímuefni.

 

Í þættinum, Ég er ekki alki, á Útvarpi Sögu FM 99,4  verð ég með  ungt fólk í viðtali sem fjallar um vímuefni  og hvernig áróður virkar á þau. Þá kemur ráðgjafi  frá SÁÁ í þátinn. Er fræðsla gegn vímuefnum að skila þeim árangri sem við foreldrar viljum? Er það ekki staðreynd að vandinn eykst þrátt fyrir mikla fjármuni í forvarnarstarf? Hvar er vímuefnalaus æska í dag?  Við lifum á tímum þar sem  Vínbúðirnar auglýsa sig. Til hvers þarf Vínbúð að minna á sig og vera með auglýsinga herferð?  Það er  ósköp einfalt að ungt fólk sem ekki hefur skilríki fær  ekki  afgreiðslu. Upplýsingarnar um það eru  öllum kunnar og nægir að minna afgreiðslufólk á það. Það er ekki nein þörf á að auglýsa það nema  það sé anna tilgangur með auglýsingunni. Til dæmis að minna fólk á að fara í ríkið. Það er þessi dulbúni áróður sem gefur mest af sér , þess vegna er til fræðigrein sem heitir auglýsingasálfræði  þar sem háskólamenntun er notuð til að stýra neyslu fólks.

Þátturin er klukkan 15 og hægt er að hlusta á hann í beinni á www.utvarpsaga.is


Fjölskyldan og alkóhólismi

 

Gestur minn í dag kl.15 á Útvarpi Sögu er Halldóra Jónasdóttir dagskrárstjóri  hjá SÁÁ. Ég mun ræða við hana um hvernig alkóhólismi fer með börn og maka þeirra sem haldnir eru þessum sjúkdómi. Hvað er til ráða og hvernig þjónustu veitir SÁÁ þeim sem þjást af þessum völdum. Alkóhólismi er ekki einkamál þess sem drekkur heldur hefur hann áhrif á allt umhverfi þeirra og á þá sem  alkinn síst vildi,  maka og börn. Þá er ljóðskáldið Valdimar Tómasson kominn úr sauðburði og fjallar á sinn snjalla hátt um ljóðmæli. Útvarp Saga FM 99,4 og á www.utvarpsaga.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband